IAAF heiðranir FH-inga á uppskeruhátíð FRÍ

IAAF heiðranir FH-inga á uppskeruhátíð FRÍ

Í tilefni 100 ára afmælis IAAF var FRÍ falið að úthluta viðurkenningum til einstaklinga hér á landi fyrir framlag þeirra til íþróttarinnar. Afhending viðurkenninganna fór fram á uppskeruhátíð FRÍ laugardaginn 27. október sl. Síðast fékk FRÍ viðurkenningar af þessu tagi til úthlutunar  á 75 ára afmæli IAAF, árið 1987. 

Þeir FHingar sem voru heiðraðir hafa sérstaklega tekið þátt í starfi FRÍ.

Þau sem hlutu viðurkenningarskjal IAAF voru Sigurður Pétur Sigmundsson, Trausti Sveinbjörnsson og Súsanna Helgadóttir.

Þau sem hlutu sérstakan minnispening IAAF af tilefninu voru: Ragnheiður Ólafsdóttir, Eggert Bogason og Sigurður Haraldsson.

Við úthlutun var nú horft til þeirrar fjölbreyttu flóru einstaklinga sem hafa lagt hreyfingunni lið á undanförnum aldarfjórðungi. Við mat var horft til umfangs starfs, árangurs að því marki sem það er raunhæft til samanburðar og fjölbreytileika í störfum. Horft var líka til hefðbundinna þátta eins og búsetu, starfsvettvangs og kynjahlutfalls. Leitast var við að dreifing viðurkenninganna endurspeglaði þá fjölbreyttu flóru einstaklinga og hjóna sem hafa byggt upp þessa hreyfingu og gert hana að því sem hún er. Hjónum er úthlutuð viðurkenning sem að mati nefndarinnar er staðfesting á því að mikið og óeigingjarnt starf fyrir hreyfinguna getur samrýmst farsælu fjölskyldu lífi.

Aðrar fréttir