Ísland spilar um 13-16 sæti á HM í Egyptalandi

Ísland spilar um 13-16 sæti á HM í Egyptalandi

Íslenska karlalandsliðið í
handknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri vann öruggan sigur á
Katar í dag í lokaleik sínum í riðlakeppninni á HM í Egyptalandi.
Ísland vann 35:23 eftir að hafa verið 19:12 yfir í hálfleik.

Markahæstur
í liði Íslands var FH-ingurinn Ólafur Gústafsson með níu mörk en næstur
kom Akureyringurinn Oddur Grétarsson með sex mörk.

Mörk
Íslands skoruðu: Ólafur Gústafsson 9, Oddur Grétarsson 6, Ásbjörn
Friðriksson 5
, Guðmundur Árni Ólafsson 5, Anton Rúnarsson 4, Orri Freyr
Gíslason 3, Ólafur Bjarki Ragnarsson 1, Rúnar Kárason 1 og Bjarki Már
Gunnarsson 1.

Ísland endaði því í 4. sæti riðilsins og leikur um sæti 13-16 á fimmtudag og föstudag.
Tekið af mbl.is

Aðrar fréttir