Íslandsmóti lokið!

Íslandsmóti lokið!


               

ÍR                42-32                  FH  

Austurberg, föstudagurinn 2. maí 2008, 19:00

Þá er Íslandsmótinu í handknattleik lokið. Við FHingar lékum síðasta leik mótsins á föstudaginn gegn ÍR og það er óþarfi að skafa utan af því… við lékum skelfilega og töpuðum illa með tíu marka mun 42-32. Það þýðir þó lítið að gráta þennan leik, hann var algjörlega óþarfur og akkúrat ekkert undir hjá báðum liðum.

Fyrri hálfleikur

Við komum algjörlega á hælunum inn í leikinn. Vörnin byrjaði illa, menn voru ekkert að leggja á sig, hvort sem það var í að mæta mönnum út, tala saman og skipuleggja sig eða sýna vilja og kasta sér eftir liggjandi tuðru þegar færi gafst. Þó var ljós punktur að Hilmar stóð vaktina ágætlega og tók 12 bolta í hálfleiknum.

Sama var upp á teningnum í sókn. Menn voru bara hver í sínu horni og hver að reyna sjálfir í stað þess að spila upp á liðið og fá flæði a boltann. Það var engin viðleitni var til þess að hafa gaman af því að keppa.

Eftir 12 mínútna leik var staðan 12-8 og ÍRingar komust mest í 6 marka forystu um miðjan fyrri hálfleik. Þegar 10 mínútur voru eftir fóru menn þó að vakna örlítið og við náðum að jafna og komast yfir 18-19 þegar 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var svo 21-21.

Seinni hálfleikur

Undirritaður var ansi vongóður að menn myndu, í framhaldi af þessum fína kafla í lok seinni hálfleiks, halda áfram að taka á og klára mótið með góðri sæmd. Það kom víst annað á daginn en ÍRingar juku forystuna jafnt og þétt og það andleysi og áhugaleysi sem einkenndi okkur í fyrri hálfleik skaut upp rótum aftur og var til staðar út leikinn.

ÍRingar leiddu seinni hálfleik með þetta 4-6 mörkum, voru í 29-25 eftir 12 mínútur, 33-28 eftir 17 mínútur og héldu stöðugleika á meðan við sýndum enga viðleitni til að gera betur. Hreint arfaslökum leik lauk svo með 10 marka sigri heimamanna, 42-32.

Niðurstaðan

Undirritaður ætlar lítið að ræða þennan leik frekar. Hann hafði enga þýðingu nema að því leyti að við hefðum getað lokið mótinu með meiri forystu. Það hefði verið skemmtilegra að klára þennan síðasta leik almennilega en spilamennskan var skelfileg og okkur ekki samboðin að mínu mati.

Það þýðir þó lítið að staldra við hann eða láta þessi úrslit hafa áhrif á okkar árangur í vetur sem var mjög góður og við höldum áfram að hampa því!

Undirritaður á erfitt með að taka einhvern út og hrósa honum fyrir góðan leik. Allir voru að spila undir getu nema þá Hilmar markverja í fyrri hálfleik en hann var að verja ágætlega þrátt fyrir götótta vörn fyrir framan sig.


Mörkin skoruðu (mörk/skot(víti)):

<td style="BORDER-RIGHT: black 1pt solid; PADDING-RIGHT: 5.4pt; BORDER-TOP: black 1pt solid; PADDING-LEFT: 5.4pt; PADDING-BOTTOM: 0cm; BORDER-LEFT: #d4d0c8; WIDTH:

Aðrar fréttir

Ólafur Gústafsson