Íslandsmótið hafið hjá 4.flokki karla

Íslandsmótið hafið hjá 4.flokki karla

A lið flokksins lék sinn fyrsta leik gegn HK á vellinum við Hvaleyrarvatn. Mikill vindur var á meðan leiknum stóð sem endaði 1-1 sem voru úrslit sem liðið var ekki parhrifið af.
Strákarnir voru nýbúnir að tryggja sér Faxaflóameistaratitilinn fyrir leikinn en það var ekki mikill meistarabragur á leik þeirra. Boltinn gekk illa milli manna, dekkning í föstum leikatriðum var slök, kantmenn gáfu enga breidd og bakverðir voru lítið með í spilinum.
En öll lið eiga sína vondu daga og strákarnir vissu það mætavel.

Annar leikur liðsins var svo á sunnudag gegn Aftureldingu á sama velli í öllu verra veðri.
Mjög hvasst var og gekk á með rigningu. Strákarnir náðu nú að láta boltann ganga töluvert mikið betur milli manna og leikmenn voru mun einbeittari í öllum sínum aðgerðum. Sigur vannst 5-0 við mjög erfiðar aðstæður þar sem FH-ingar voru nánast með boltann allan tímann.
Liðið breytti um leikaðferð milli leikja og frammistaða strákanna gerir vonir um góða tíð í sumar.
HK-leikurinn var e.t.v. góð áminning því það sást þar að ef menn eru ekki einbeittir og tilbúnir í öll verkefni þá næst enginn árangur.

B-lið flokksins hefur verið á mikilli sigurgöngu síðustu vikur og mánuði. Fyrsta leikinn sigruðu þeir 3-1 gegn HK og seinni leikinn gegn sigruðu þeir 4-2.
Liðið spilar mjög fínan fótbolta og eru sterkir til baka og hættulegir fram og með mjög góðan markvörð fyrir aftan sig. Það er þó pláss fyrir framfarir í liðinu þar sem það hefur loðað við þá að hefja leikina full rólega. Þegar liðið hefur á leiki liðsins og leikmenn áttað sig á því að vera afslappaðir með boltann og spila honum með jörðinni þá hefur gengið vel. Nóg vinna er framundan við að bæta þessa þætti og leikmenn eru tilbúnir í hana og þá er klárt að gott gengi á eftir að batna enn frekar 🙂

Flokkurinn heldur úti 2 C liðum. C1 liðið byrjaði á því að gera 0-0 jafntefli við HK. Leikurinn var eign FH-inga og voru strákarnir bæði klaufar og óheppnir að sigra ekki. En eins og í leikjum hinna liðanna þá er nægt pláss fyrir framfarir. Í þessum fyrsta leik spiluðu strákarnir allt of þröngt og kantmenn gáfu enga breidd. Gekk því ekki nægilega vel að opna upp vörn Kópavogsbúa.
Í næsta leik var leikið gegn Gróttu. Gróttumenn fengu leyfi til að mæta með B lið félagsins sem uppistöðu þar sem C liðið þeirra var ekki líklegt til góðs árangurs eftir leik hins C liðs FH gegn þeim. Þjálfararnir mátu stöðunni þannig að mun betra væri að fá alvöru leik þar sem jöfn lið léku í stað þess að leika leik kattarinn gegn músarinnar.
Gróttumenn sigruðu leikinn 1-3 í hörkuleik. FH-strákarnir voru nokkuð góðir og stjórnuðu leiknum lengst af. En Gróttumenn skoruðu mörkin og þar við sat.
Þrátt fyrir aðeins 1 stig í 2 leikjum er alveg klárt að liðið á eftir að hala inn mörg stig í sumar. Strákarir hafa mikinn bolta í sér og geta vel gert mjög vel. Á næstu vikum skiptir miklu máli að mæta vel á æfingar og æfa vel og skipulega til þess að hægt verði að bæta gengið.

C2 liðið hóf mótið með öruggum 10-1 sigri á Gróttu á Nesinu. Liðið lék vel en því miður voru andstæðingarnir ekki eins öflugir og gott hefði verið.
Næsti leikur var svo strax daginn eftir á Fylkisvelli gegn Fylki sem tapaði fyrsta leik sínum 0-6. Leikmenn voru e.t.v. full bjartsýnir en Fylkismenn voru mjög sterkir og sigruðu 2-0. Leikurinn var nokkuð jafn en FH-strákunum gegn illa að skapa sér mjög góð færi.

Það er þó nóg eftir af sumrinu og eiga  öll liðin ágætis möguleika á að gera góða hluti í sumar. Þeir þurfa bara að vera duglegir að æfa og halda heilsu og þá eru þeim allir vegir færir.

Aðrar fréttir