Íþróttakarl og íþróttakona FH

Á gamlársdag fór fram val á íþróttakarli og íþróttakonu FH, fyrir valinu urðu frjálsíþróttafólkið Hilmar Örn Jónsson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir.

Hilmar Örn kastaði sleggjunni 72,38 m í Eugene í
Bandaríkjunum, gefur þessi árangur 1077 stig samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu er það næstbesti árangur
Íslendings í greininni frá upphafi, en Hilmar Örn er yngsti Íslendingurinn sem hefur kastað sleggjunni yfir
70 metra. Er þessi árangur Íslandsmet í flokki 20-22 ára pilta.
Hilmar er á sínu öðru ári í háskóla í Bandaríkjunum og náði hann að komast á ACC Championships og
sigra á því móti sem er einstakt fyrir nýliða í háskóla vestanhafs.
Hann keppti á mörgum mótum í sumar og var stöðugt að kasta frá 69 m til 72,38 m, hann náði lágmarki
á sitt fyrsta stórmót, það er HM sem fór fram í London í sumar. Hilmar stóð sig frábærlega vel á þessu
móti, kastaði hann sleggjunni 71,12 m. Þá varð Hilmar Örn í sjöunda sæti á Evrópumeistaramóti 22 ára
og yngri, sem fór fram í Póllandi.
Hann var Íslandsmeistari í sleggjukasti karla og stigameistari með karlaliði FH á Meistaramóti Íslands..
Hilmar Örn er annar stigahæsti karl í frjálsíþróttum á Íslandi árið 2017.
Hilmar Örn er í 66. sæti í karlaflokki á heimslistanum, hann er í 35 sæti á Evrópulistanum og í 4. sæti yfir
bestu einstaklingana U23 ára.
Hilmar Örn á góðan möguleika að tryggja sig á Evrópumeistaramótið á næsta árið og hann stefnir á sigur
á NM 22 ára og yngri á næsta ári.
Hilmar Örn var valinn frjálsíþróttakarl Frjálsíþróttasambandsins 2017

Arna Stefanía hljóp  400m grindahlaup á tímanum 56,37 sek. Hún hefur náð öðrum
besta árangri íslenskrar konu í þessari grein og gefur 1130 stig samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Arna
Stefanía náði þessum árangri á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri sem fór fram í Póllandi í sumar. Er
þetta fyrsti verðlaunarpeningur hennar á stórmóti. Með þessum árangi er Arna Stefanía að fylgja eftir
frábærum árangi á árinu 2016. Arna Stefanía sigraði á Smáþjóðaleikunum í 400 m grindahlaupi, einnig
sigraði hún á stærri mótum í Hollandi og Danmörku á árinu Á Norðurlandameistaramótinu innanhúss
sem fram fór í Finnlandi varð Arna Stefanía Norðurlandameistari í 400m hlaupi. Þá var hún í Bikarliði FH
sem vann kvennabikarinn utanhúss og varð bikarmeistari í 400 m hlaupi, 100 m grindahlaupi og 1000 m
boðhlaupi. Hún varð Íslandsmeistari utanhúss í 100m grindahlaupi.
Arna Stefanía er að nálgast lágmörk á öll stórmót það er EM , HM og Ol í kvennaflokki og er til alls líkleg
á næstu árum.
Arna Stefanía er nr. 67 á heimslista í kvennaflokki í 400 m grindahlaupi með 56,37 sek, hún er nr. 21 á
Evrópulista í kvennaflokki í 400 m grindahlaupi og nr. 4 á Evrópulista U23 í 400 m grindahlaupi.
Arna Stefanía er önnur stigahæsta kona í frjálsíþróttum á Íslandi árið 2016.
Á árinu 2018 stefnir Arna Stefanía á þátttöku á öllum stóru mótunum
Arna Stefanía var valin íþróttakona Hafnarfjarðarbæjar 2017.

Aðrar fréttir