Jafntefli fyrir austan fjall

Jafntefli fyrir austan fjall

FH-ingar og Selfyssingar gerðu jafntefli, 30-30, er liðin mættust í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrr í kvöld. Nánari upplýsingar um leikinn hafa ekki borist, enda voru fréttamiðlar landsins ekki viðstaddir á leiknum auk þess sem að opinber leikskýrsla er ekki komin á netið og því er ekki hægt að segja til um markaskorara og markvörslur.

Eftir leik kvöldsins hafa FH-ingar þriggja stiga forskot á lið Fram sem situr í 3. sæti deildarinnar, FH-ingar eru með 26 stig en Framarar með 23, og eru nú tvær umferðir eftir af mótinu. FH-ingum dugði stig til þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og þar sem þeir náðu því er ljóst að þeir eru enn með í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn! Það þýðir þó ekki að leikirnir sem eftir eru séu tilgangslausir – FH-ingar verða að vinna a.m.k. einn leik í viðbót til að tryggja sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni, sem er mikilvægt. Það er því ljóst að FH-ingar eru hvergi nærri hættir.

Næsti leikur FH-liðsins er vægast sagt stórleikur. Þá mæta nágrannar okkar í Haukum í heimsókn í Kaplakrikann í annað sinn í vetur. Í fyrra skiptið unnu þeir með níu mörkum. Nú er kominn tími á hefndir. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn og er kl. 19:30, en nánar verður ritað um leikinn á næstu dögum.

Við erum FH!

Staðan í deildinni eftir leiki umferðarinnar:

 

<th style="BACKGROUND-COLOR: rgb(72,61,139); FONT-FAMILY: Verdana, Arial, Helvetica, sans-serif; COLOR: rgb(242,243,254); FONT-SIZE: 11px; FONT-WEIGHT: bold; TEXT-DECORATION: none" align=mid

Aðrar fréttir

Nr. Félag Leik U J T