
Jafntefli í Garðabænum
Stjarnan og FH mættust á gervigrasinu í Garðabænum í dag. Leikurinn var síðasti leikur liðanna í Faxaflóamótinu en fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig í öðru sæti en Breiðablik hafði þegar tryggt sér sigur í mótinum með fullt hús stiga.
Fyrri hálfleikur var heldur atkvæða lítill og jafnræði með liðunum. Fá færi litu dagsins ljós og leikurinn að mestu spilaður á miðsvæðinu.
Síðari hálfleikur var öllu fjörugri og liðin tóku að skapa sér færi. FH skoraði á upphafs mínútunum en Stjarnan jafnaði undir lok leiksins. Mark FH gerði Silja Þórðardóttir sem jafnfram átti góðan leik á miðjunni.
Sem fyrr segir líkur hér með Faxanum og hafnar liðiið í 2 sæti með jafn mörg stig og Stjarnan en betra markahlutfall.
Þess er þó ekki langt að bíða að liðið hefji leik að nýju og þá í Lengjubikarnum. Fyrsti leikur FH verður gegn Keflavík, sunnudaginn 7. mars í Reykjaneshöllinni.
Hér má sjá myndir frá leiknum á Stjörnuvelli.