Keldárhlaupið 16. desember 2012

Keldárhlaupið 16. desember 2012

Ég skora á alla FH-inga að mæta og taka þátt.
Hátíð Hamarskotslækjar í Hafnarfirði er núna 16. desember og er Kaldárhlaupið stór partur á því. Hátíðin er haldin ár hvert til þess að halda á lofti menningarþætti Jóhannesar Reykdal sem fyrstur gaf almenningi kost á að hafa raflýsingu á heimilum sínum.

Ég skora á alla FH-inga að taka þátt í hlaupinu og hjálpa okkur að gera Kaldárhlaupið að föstum lið í undirbúningi jólanna. Einnig hjálpa að gera Hafnarfjörðinn enn sýnilegri á landakortinu.

Vegleg verðlaun eru í boði frá fyrirtækjum sem eru staðsett meðfram Hamarskotslæk. Það eina sem þú þarft að gera er að taka þátt og þá ertu kominn í pottinn. Dregið verður úr 10 vinningum að utanskyldu 1. sæti kk og kvk. Því er þetta hentugt fyrir vana hlaupara, íþróttafólk og áhugasama, tilvalið að fá sér smá hreyfingu áður en sest er við jóla steikina. Allir eiga séns á vinningi.

Allar upplýsingar um hlaupið og skráning hér 
http://hlaup.is/dagbok.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=23927

 

Kv. Sara Atladóttir

Aðrar fréttir