Knattspyrnudeild FH skrifar undir samninga við nýja leikmenn og endurnýjar samstarfssamning við Actavis

Knattspyrnudeild FH skrifar undir samninga við nýja leikmenn og endurnýjar samstarfssamning við Actavis

 

Knattspyrnudeild FH hefur skrifað undir samninga við fjóra nýja leikmenn, Kassim Doumbia, Sam Hewson, Sean Reynolds og Kristján Finnbogason. Einnig skrifuðu fjórir ungir leikmenn undir sinn fyrsta samning við FH en þeir eru Ingvar Ásbjörn Ingvarsson, Emil Stefánsson, Ási Þórhallsson og Steinar Aron Magnússon.

 

Kassim kemur frá belgíska úrvalsdeildarliðinu Wassland Beveren og er örfættur miðvörður. Sean Reynolds kemur frá VSI Tampa Bay í Bandaríkjunum og er réttfættur miðvörður. Sam Hewson spilaði áður með Fram og er framliggjandi miðjumaður. Allir þekkja svo Kristján Finnbogason enda búinn að vera í boltanum lengur flestir.

 

„Við FH-ingar erum spenntir fyrir sumrinu og fullir tilhlökkunar. Að sjálfsögðu stefnum við á að vinna deildina og förum ekki leynt með það frekar en undanfarin ár. Við teljum að þessir nýju leikmenn muni styrkja liðið og væntum mikils af þeim.“ Segir Birgir Jóhannsson framkvæmdarstjóri FH á blaðmannafundi í dag.

 

Þá hafa Actavis og knattspyrnudeild FH endurnýjað samstarfsamning sinn til næstu tveggja ára en þetta er 14. árið sem Actavis er aðalstyrktaraðili deildarinnar.

 

„Við erum stoltur styrktaraðili FH og höfum stutt við uppbyggingu félagsins síðan 2001 þegar forveri Actavis, Delta, gerði fyrst samning við knattspyrnudeildina,“ sagði Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi. „Sem lyfjafyrirtæki höfum við á undanförnum árum stutt dyggilega við íþrótta- og forvarnarstarf og lítum á það sem mikilvægan lið í að sinna hlutverki okkar – að efla heilsu og lífsgæði fólks.“

 

 

 

 

 

Aðrar fréttir