Laufléttur sigur á Þrótti!

Laufléttur sigur á Þrótti!

   FH                     39-21                   Þróttur

Kaplakriki, föstudagurinn 11. apríl 2008, kl 19:15

Mfl karla FH í handknattleik lagði slaka Þróttara af velli í gærkveldi 39-21 í Kaplakrika í frekar léttum leik þar sem FHingar höfðu nákvæmlega ekkert fyrir hlutunum. Auk þess að vera búnir að tryggja sér 1. deildartitilinn hefur FH unnið 7 af síðustu 8 leikjum og gert 1 jafntefli í deildinni. FH hefur nú 6 stiga forskot á 2. og 3. sætið og eiga jafnframt einn leik til góða þegar 3 leikir eru eftir.

Teddi öflugur

Fyrri hálfleikur

Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið spennandi áhorfs eða skemmtanagildið mikið. Það sýndi sig e.t.v. á áhorfendafjölda. Þróttarar hlupu algjörlega á vegg í byrjun. FH komst í 9-0 og gestirnir skoraði sitt fyrsta mark á 11. mínútu leiksins þegar línumaður þeirra náði ágætis opnun. FHingar náðu að mótivera sig ágætlega fyrir leikinn, voru ekkert á þeim buxunum að gefa neina sénsa og fyrri hálfleikurinn var prýðilegur. Við gáfum þó eilítið eftir í lok hálfleiksins en forystan var ýmist 7-10 mörk. Staðan í hálfleik var 19-10 og átakalítill hálfleikur að baki.


Kalli að setjann

Seinni hálfleikur

Gangur leiksins breyttist lítið í þeim seinni og við jukum smátt og smátt forystuna, fórum í 21-10, 26-13, 30-14, 33-18 og sigruðum svo tilþrifalítinn leik með 18

Aðrar fréttir