Leiðrétting vegna ráðningar Kristjáns Arasonar

Leiðrétting vegna ráðningar Kristjáns Arasonar

Í sjónvarpsfréttum fyrr í kvöld var fjallað um ráðningu Kristjáns
Arasonar í stöðu íþróttastjóra handknattleiksdeildar FH. Til að
leiðrétta rangfærslu í fréttunum um að Kristján muni starfa með yngri
flokkum félagsins, skal það tekið fram að starfslýsing íþróttastjóra
snýr fyrst og fremst að meistaraflokki karla, þó áhrifa muni einnig
gæta á þær línur sem lagðar verða í 2. flokki karla.

Þetta leiðréttist hér með.

Aðrar fréttir