Leikur í kvöld ! FH – Haukar 2

Leikur í kvöld ! FH – Haukar 2


  VS  2

Leikurinn

Við eigum leik við erkifjendur okkar í Haukum 2 í kvöld og er það fyrsti heimaleikur okkar í deild. Leikurinn hefst 19:15 og við hvetjum fólk að hjálpa okkur í baráttunni og mæta.

Undirbúningur

Eftir svekkelsi bikarleiksins á mánudaginn var, var ekkert annað að gera en að spýta í lófa og menn hafa verið einbeittir í vikunni.

Hópurinn

Einhver eymsli eru fyrir hendi, Addi Tedda er frá í nokkra daga vegna bakmeiðsla, Leo finnur enn fyrir hnénu á sér og tekur sér nokkra daga í hvíld, annars er staðan óbreytt, inn fyrir þá koma Árni Stefán og Hilmar.

Liðið í kvöld:
 

Markmenn

Hilmar

Danni

Útileikmenn

Gummi

Ari

Árni

Óli Gúst

Óli Guðmunds

Valur

Gaui

Heiðar

Aron

Teddi

Siggi

Steini

Hugsanlegt byrjunarlið:

Vinstra horn: Gummi

Hægra horn: Ari

Vinstri skytta: Valur

Hægri skytta: Gaui

Miðja: Aron

Lína: Siggi

Mótherjinn

Haukarnir númer 2 eru ágætlega sprækir. Um er að ræða kappa úr yngri flokkum og einhverjar eldri hetjur. Þeir verða hættulegir og mikilvægt að halda vel á spilunum í kvöld.

Góðir FHingar… mætum á þennan Hafnarfjarðarslag og hjálpið okkur í baráttunni!

Aðrar fréttir