Lokahóf knattspyrnudeildar

Lokahóf knattspyrnudeildar

Lokahóf knattspyrnudeildar FH fór fram í veislusal okkar FH-inga síðasta laugardagskvöld. Sigurreifir FH-ingar fylltu salinn og var stemningin frábær. Sumarið 2012 reyndist afar gjöfult og því rík ástæða til að gleðjast í lok tímabilsins.

Eins og siður er voru ýmis verðlaun á hófinu en verðlaunahafa má sjá hér að neðan:

Meistaraflokkur karla:
Markahæsti leikmaður: Atli Guðnason
Efnilegasti leikmaður: Einar Karl Ingvarsson
Leikmaður ársins: Atli Guðnason
Einnig var Bjarki Gunnlaugsson heiðraður sérstaklega en hann er sem kunnugt er að leggja skóna á hilluna.

Meistaraflokkur kvenna:
Markahæsti leikmaður: Bryndís Jóhannesdóttir
Efnilegasti leikmaður: Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Leikmaður ársins: Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
FH-ingur flokksins: Sólveig Þórarinsdóttir

2. flokkur karla:
Markahæsti leikmaður: Brynjar Jónasson
Efnilegasti leikmaður: Kristján Flóki Finnbogason
Leikmaður ársins: Einar Karl Ingvarsson

2. flokkur kvenna:
Markahæsti leikmaður: Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Efnilegasti leikmaður: Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Leikmaður ársins: Hildur Egilsdóttir
FH-ingur flokksins: Kristín Guðmundsdóttir

FH-ingur ársins var Axel Guðmundsson en Axel hefur verið atorkumikill í starfi fyrir félagið undanfarin ár.

Hér að neðan má sjá myndir af verðlaunahöfum.

 

Lokahóf FH 007

 

Lokahóf FH 010

 

Lokahóf FH 016

 

Lokahóf FH 060

 

Lokahóf FH 069

 

Lokahóf FH 079

 

Lokahóf FH 080

Aðrar fréttir