
Lokahóf knattspyrnudeildar
Lokahóf knattspyrnudeildar FH fór fram í veislusal okkar FH-inga síðasta laugardagskvöld. Sigurreifir FH-ingar fylltu salinn og var stemningin frábær. Sumarið 2012 reyndist afar gjöfult og því rík ástæða til að gleðjast í lok tímabilsins.
Eins og siður er voru ýmis verðlaun á hófinu en verðlaunahafa má sjá hér að neðan:
Meistaraflokkur karla:
Markahæsti leikmaður: Atli Guðnason
Efnilegasti leikmaður: Einar Karl Ingvarsson
Leikmaður ársins: Atli Guðnason
Einnig var Bjarki Gunnlaugsson heiðraður sérstaklega en hann er sem kunnugt er að leggja skóna á hilluna.
Meistaraflokkur kvenna:
Markahæsti leikmaður: Bryndís Jóhannesdóttir
Efnilegasti leikmaður: Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Leikmaður ársins: Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
FH-ingur flokksins: Sólveig Þórarinsdóttir
2. flokkur karla:
Markahæsti leikmaður: Brynjar Jónasson
Efnilegasti leikmaður: Kristján Flóki Finnbogason
Leikmaður ársins: Einar Karl Ingvarsson
2. flokkur kvenna:
Markahæsti leikmaður: Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Efnilegasti leikmaður: Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Leikmaður ársins: Hildur Egilsdóttir
FH-ingur flokksins: Kristín Guðmundsdóttir
FH-ingur ársins var Axel Guðmundsson en Axel hefur verið atorkumikill í starfi fyrir félagið undanfarin ár.
Hér að neðan má sjá myndir af verðlaunahöfum.