Lokahóf yngri flokka FH

Lokahóf yngri flokka FH

Sunnudaginn 9. september verður lokahóf yngstu flokkanna í fótboltanum, 6., 7. og 8. karla og kvenna, haldið í íþróttasalnum í Kaplakrika kl. 14.00.

 

Dagskrá:

Þjálfarar fara yfir starf flokkanna síðastliðið ár og allir iðkendur fá viðurkenningu.

 

Tekin verður hópmynd af hverjum flokki og verða þær myndir svo aðgengilegar inni á Facebooksíðu deildarinnar (facebook.com/FHfotbolti).

 

Að lokum verður öllum iðkendum boðið upp á hressingu niðri í íþróttasal og eru foreldrar hvattir til að koma með eitthvað smávegis á sameiginlegt hlaðborð sem verður sett upp í hátíðarsalnum Sjónarhóli þar sem verður búið að hella upp á rjúkandi kaffi.

 

Kynnir verður Friðrik Dór.

 

Við hvetjum alla iðkendur til að mæta í FH-galla með bros á vör.

Aðrar fréttir