Lokaspretturinn að hefjast í DHL – deildum karla og kvenna

Lokaspretturinn að hefjast í DHL – deildum karla og kvenna

Karlaliðið á sem fyrr segir 9 leiki eftir í DHL-deild karla :

Miðvikudaginn 1. mars FH – ÍBV
Föstudaginn 3. mars KA – FH
Sunnudaginn 12 . mars FH – Stjarnan
Föstudaginn 17. mars Selfoss – FH
Föstudaginn 24. mars FH – Þór
Föstudaginn 31. mars ÍR – FH
Sunnudaginn 9. apríl FH – HK
Laugardaginn 22. apríl Víkingur/Fjölnir – FH
Laugardaginn 29. apríl FH – Haukar

Eins og sjá má eru fjölmargir leikir gegn liðum sem við erum að berjast við um sæti meðal 8 efstu. Nú reynir virkilega á liðið og miklu máli skiptir að FH-ingar mæti og styðji strákana.

Kvennaliðið á 5 leiki eftir í DHL-deild kvenna :

Sunnudaginn 5. mars FH – KA/Þór
Sunnudaginn 12. mars FH – Grótta
Laugardaginn 18. mars ÍBV – FH
Laugardaginn 25. mars FH – HK
Laugardaginn 1. apríl Fram – FH

Ég held að Kristján Halldórsson yrði verulega ósáttur að ná ekki a.m.k. 8 stigum í hús. Það er erfiður útileikur í Eyjum en ef við vinnum rest þá endum við með 26 stig sem hugsanlega gæti dugað til að ná verðlaunasæti. FH-ingar verum duglegir að styðja stelpurnar því þær eru með gott og vaxandi lið.

Aðrar fréttir