LUV-leikurinn á sunnudag

LUV-leikurinn á sunnudag

Hinn árlegi LUV-leikur fer fram á Kaplakrika á sunnudaginn kl 17:00 kemur þegar topplið FH tekur á móti ÍBV í 19. umferð Pepsi-deildar karla.  LUV-leikurinn er spilaður í minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar, mikils FH-ings sem lést langt um aldur fram árið 2011.

13887_10151283221600814_954283611_n

Leikurinn á sunnudag er gríðarlega mikilvægur fyrir FH. Liðið situr á toppi Pepsi-deildar karla með 42 stig, sex stigum meira en Breiðablik sem situr í öðru sæti, þegar fjórar umferðir eru eftir.

Hluti aðgangseyrisins rennur í LUV-sjóðinn sem hefur stutt mörg góð málefni á síðustu árum meðal annars við bakið á ungum FH-ingum.

JL2014-06-27-2010-

Í hálfleik verður happdrætti þar sem dregið verður úr seldum miðum. Í verðlaun verða meðal annars gjafabréf frá Maclandi. Börn Hermanns Fannars munu draga úr happdrættinu. Bakhjörlum FH verður úthlutað happdrættismiðum.

JL 150316 5056

Heiðursgestir á LUV-leiknum verður meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hjá FH en fyrir skömmu tryggðu þær sér sæti í efstu deild kvenna á næsta ári. Þá munu leikmenn FH og ÍBV ganga inn í LUV-bolum.

Aðrar fréttir