Magnús Óli til Ricoh

Magnús Óli til Ricoh

Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Ricoh og mun því leika með sænska liðinu næsta tímabil.

Magnús Óli  er því enn einn FH-ingurinn sem heldur á vit ævintýranna í atvinnumennsku, en undanfarin ár hafa leikmenn FH verið mjög eftirsóttir af liðum erlendis.

 

Ricoh leitaði til okkar varðandi Magnús Óla fyrir um mánuði síðan segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH. Maggi átti eitt ár eftir af samning sínum við FH þannig að menn þurftu að setjast niður og ræða málin eins og gengur. Niðurstaðan er þessi sem nú er opinber. Vissulega er slæmt fyrir okkur FH-inga að missa Magga en hinsvegar eru þetta líka gleðitíðindi að enn einn leikmaður FH sé eftirsóttur af erlendum liðum. Það sýnir okkur bara að við erum að gera góða hluti hjá Fimleikafélaginu.

 

Stjórn handknattleiksdeildar FH óskar Magga til hamingju með sinn fyrsta atvinnumannasamning.

Aðrar fréttir