Markaregn í Krikanum

Markaregn í Krikanum

A-liðið:
Aron Pálmarson (f)
Hafþór Þrastarson
Ólafur Guðmundsson
Sigurður Senderos (Árni Grétar Finnsson 40.)
Axel Bender
Gunnar Páll Pálsson
Örn Magnússon
Magnús Stefánsson
Hilmar Ástþórsson
Björn Daníel Sverrisson
Brynjar Benediktsson

FH-ingar hófu leikinn af krafti og voru komnir í 3-0 eftir um 25 mínútur og voru mun sterkari aðilinn. En eins og alltof oft gáfum við mörk sem voru svo ódýr að lágvöruverslanir hefðu verið fullsæmdar af! Þróttur náði að jafna fyrir hlé eftir algjört einbeitingarleysi í vörninni.

FH-ingar náðu forystunni snemma í seinni hálfleik en Þróttarar jöfnuðu úr skyndisókn. 4-4. FH-ingar voru þó sterkari og náðu að skora þrisvar sinnum á síðustu 15 mínútunum og tryggja sér 7-4 sigur.

Brynjar Benediktsson skoraði fjögur mörg og Magnús Stefánsson, Árni Grétar Finnsson og Örn Magnússon eitt mark hver. 

Það var margt mjög gott í þessum leik. Ánægðastur er ég með frammistöðu Björns Daníels í framherjastöðu en hann hefur til þessa leikið á miðjunni.

Hinsvegar er ljóst að við verðum að vera mun einbeittari í varnarleiknum. Númer eitt, tvö og þrjú í varnarleik er að fá ekki á sig mark. Það er ekki alltaf hægt að spila sig út úr vörninni, stundum þarf einfaldlega að koma dúndra boltanum í burtu! Og tvö mörk úr föstum leikatriðum segir sína sögu, það vantar grimmd og ákveðni í að ráðast á boltann og koma honum í burtu.
Ef við lögum þessa hluti þá getur okkur vegnað vel því við virðumst alltaf getað skorað nóg.

B-liðið:
Ásgeir Gunnarsson
Tryggvi “T-bone” Jónsson
Guðjón Árni Birgisson
Hólmar Freyr Sigfússon
Stefán Þór Jónsson
Vignir Þór Bollason (f)
Davíð Atli Steinarsson
Andri Magnússon
Ísak Bjarki Sigurðsson
Stefan Mikael Sverrisson
Davíð Þorgilsson

Þróttarar byrjuðu betur og komust í 0-1 eftir um 5 mínútna leik. FH-ingar svöruðu með fjórum góðum mörkum í fyrri hálfleik og voru þar að verki hið eitraða framherjapar Davíð Þorgilsson sem gerði þrennu og Stefan Mikael Sverrisson sem er nýbúinn að taka fram skóna að nýju og skoraði með þrumuskoti.

4-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik hélt FH áfram að sækja og Davíð Atli Steinarsson kom FH í 5-1 með laglegu táskoti í bláhornið. Þróttarar minnkuðu muninn í 5-2 en Davíð Atli átti lokaorðið þegar hann batt enda á góða sókan. Tryggvi “T-bone” Jónsson átti góða sendingu upp kantinn á nýliðann Andra Magnússon (leikmaður 4. flokks) sem átti góða sendingu fyrir þar sem Davíð Þorgilsson lét boltann fara á nafna sinn sem afgreiddi hann með yfirvegun í bláhornið.

Ég var virkilega ánægður með B-liðið í leiknum. Allir börðust vel og létu boltann ganga í fáum snertingum. Margir leikmenn hafa vaxið gífurlega og það er ljóst að það verður ánægjulegur höfuðverkur að velja byrjunarlið hjá B-liðinu í fyrsta leik Íslandsmótsins á fimmtudag.

Aðrar fréttir