Mfl. kv. Tap gegn Keflvíkingum Ásvöllum

Mfl. kv. Tap gegn Keflvíkingum Ásvöllum

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar á þriðjudagskvöldið voru eins og best verður á kosið á Ásvöllum; tiltölulega hlýtt og lygnt (já lygnt á Ásvöllum!!!!!). 

                                                            Mist

                                       Dragan                        Svetlana
           Ágústa                                                                                      Elísabet (Hafdís 45. mín.)

                                                             Hrönn
                            Bella                                                      Dagný (Guðrún 45. mín.)
                                                              Ivana
                                                         
                                              Lovísa                   Sara   (Valgerður 50. mín.)         

Jafnræði var með liðunum í upphafi en um miðjan hálfleik fór sókn Suðurnesjastúlkna að þyngjast.   Það fór svo að með skömmu millibili skoruðu þær 3 mörk; eitt eftir gott upphlaup þar sem vörn FH galoppnaðist og 2 eftir hornspyrnur.  Þegar þarna var komið við sögu var útlitið ekki bjart en FH-stelpurnar sneru blaðinu við og sóttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og uppskáru eitt mark.  Þar var að verki nýr serbneskur leikmaður FH-inga Ivana Ivanovic eftir frábært einstaklingsframtak.  Athyglisverður leikmaður þar á ferð sem styrki lið FH mikið.  Staðan í hálfleik 1-3.

Í síðari hálfleik héldu FH-ingar upptekknum hætti og tóku öll völd á vellinum. FH fékk mýgrút af færum og um miðjan síðari hálfleik skoraði 3. fl. leikmaðurinn Valgerður Björnsdóttir  glæsilegt mark eftir góðan sprett hægramegin og frábært skort af 35 m. færi.  Eftir það héldu okkar menn áfram að sækja og þó færin hafi ekki látið á sér standa vildi boltinn ekki í netið.  Lokatölur 2-3.

þessi leikur var einn sá besti sem undirritaður hefur séð hjá stelpunum á undirbúningstímabilinu og þrátt fyrir tap er ljóst að stelpurnar eru að styrkjast.  Vörnin er að þéttast og sóknarleikurinn fær meiri dýpt og frumleika með tilkomu Ivönu.  En er þó nokkuð í land með að liðið sé tilbúið í átökin í sumar.  Mikill hugur er þó í stelpunum því þær æfa stíft og víst er að þær ætla sér að nýta síðustu vikurnar fyrir mót vel til að slípa saman liðið.

Vert er að minnast á frábæra innkomu tveggja stúlkna úr 3. fl. í leikinn, þeirra Valgerðar Björnsdóttir og Guðrúnar Bjargar Eggertsdóttur sem þrátt fyrir ungan aldur sýndu að það er ekki löng bið eftir efnilegum leikmönnum í yngriflokkum FH.  Þá eru flestir leikmenn liðsins en í 2. fl. en þessir leikmenn þroskast hratt sem leikmenn þessa dagan. 

Næsti leikur hjá stelpunum er 19. apríl gegn KR á KR-velli kl. 19:30.

Aðrar fréttir