Mikið undir á fimmtudagskvöld

Mikið undir á fimmtudagskvöld

Á fimmtudagskvöld koma Framarar í heimsókn í Kaplakrika þegar leikinn verður næstsíðasta umferð N1 deildar karla. FH og Fram eru fyrir umferðina jöfn í 2 – 3 sæti með 25 stig. Liðin eru einnig jöfn hvað varðar innbyrðismarkatölu þannig að það er ljóst að liðið sem sigrar fær heimaleikjarétt í úrslitakeppninni en fyrir umferðina var ljóst að þessi lið myndu mættast í úrslitakeppninni.

Frammarar hafa farið á kostum síðustu vikur og unnið níu deildarleiki í röð flesta með sannfærandi hætti. Í síðustu umferð unnuð Frammar öruggan sigur á Haukum 25 – 17.

Fyrri leikir í vetur

Liðin hafa leikið þrisvar sinnum í vetur.

3. Umferð                                  

FH – Fram 24 – 29

10. umferð

Fram – FH 26 – 31

Deildarbikarúrslit

FH – Fram 28 – 27

 

Fram

Skriðið á Frömmurum síðustu vikur hefur verið magnað. Liðið hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum með sannfærandi hætti. Nánast hver einasti leikmaður liðsins hefur blómstrað. Róbert Hostert, Jóhann Gunnar Einarsson og Sigurður Eggertsson hafa farið hamförum í útilínu liðsins. Línutröllið Haraldur Þorvarðarson er reynslubolti sem hefur átt frábært tímabil eftir að hafa komið frekar óvænt til baka í Fram fyrir tímabil. Ægir Jónsson er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar en hann hefur haldið 3 – 2 – 1 vörn Frammara saman í allan vetur.  Ekki má gleyma tveimur reynsluboltum tilviðbótar þeim Stefáni Baldvin Stefánssyni vinstri hornamanni sem einnig leikur fyrir framan í vörninni og markverðinum Magnúsi Erlendssyni sem hefur spilað mjög vel í vetur.  Í bland við þessa reynslubolta eru margir ungir og efnilegir leikmenn sem geta komið og hjálpað vel, til að mynda Stefán Darri Þorsson sem getur spilað allar stöður fyrir utan á vellinu

Aðrar fréttir