Mikilvægt stig í Austurbergi

Mikilvægt stig í Austurbergi

Fyrstu 20 mínótur leiksins voru skelfilegar hjá FH. Eftir þann tíma var staðan orðinn 15 – 7 fyrir ÍR og ekki stóð steinn yfir steini í leik FH liðsins. Á þessum tíma spiluðu FH ingar mjög slakan sóknarleik sem leiddi til fjölda hraðaupphlaupa ÍR-inga. Vörnin var ekki heldur upp á marga fiska og markvarslan af þeim sökum í lágmarki, og þegar Maggi varði í markinu tóku ÍR-ingar yfirleitt frákastið. Í sókninni á þessum kafla virtist Valur vera sá eini sem þorði að taka af skarið, aðrir vildu bara horfa á.

En ákkúrat þegar leikurinn virtist vera búinn tók Daníel Berg Grétarsson til sinna ráða og reif upp FH liðið nánast upp á sitt einsdæmi. Hann vann bolta í vörninni, var grimmur að keyra í gegn og fann meðspilara sína vel. Með gríðarlegri baráttu síðustu 10 mínótur fyrri hálfeiks náði FH að minnka muninn niður í þrjú mörk í hálfeik og stóðu leikar 16-13.

FH ingar mættu ferskir í seinnihálfleik og minnkuðu muninn í 16-15. Þá tóku ÍR-ingar aftur við sér og náðu 3-5 marka forrystu sem þeir héldu allt til loka leiks. Síðstu mínóturnar voru hins vegar eign FH. Með miklum vilja náðu strákarnir að breyta stöðunni úr 24-20 í 26-25. Síðustu sóknirnar voru gríðarlega spennandi ÍR alltaf með forrystu og FH að elta. Þegar tvær mínótur lifðu leiks unnu FH-ingar boltann í stóðunni 29-29. Björgvin Hólmgeirsson komst þá inní sendingu frá Elvar markmanni og refsaði með marki. Í næstu sókn sótti Daníel Berg vítakast sem Linas skilaði í markið. Elvar bætti svo fyrir mistökin með frábærri markvörslu 30 sek fyrir leikslok en FH náði ekki að nýta sér það og misnotaði síðustu sókninna.

Ekki er hægt annað en að hrósa FH-liðnu fyrir frábæran karakter að ná einhverju úr nánast töpuðum leik í fyrrihálfleik. Daníel dró FH liðið á bakinu allan seinnihálfeik og átti stórkostlegan leik. Aðrir geta mun betur. Valur sýndi ágæta takta í sókninni en hefði mátt nýta færin betur.

Dómarar leiksins voru þeir Anton og Hlynur og dæmdu þeir afar vel. En ekki verður hjá því komst að gagnrýna framkvæmd leiksins en undir lokinn skoraði FH liðið mark sem virtist gott og gilt en boltinn fór í gegnum gat á marki ÍR-inga sem dómararnir tóku ekki eftir og því ekki dæmt mark. Afar alvarlegt mál í jafn mikilvægum leik en dómurum leiksins verður ekki kennt um það. Það hlýtur að vera lágmarks krafa að mörkin sem notuð eru í leikjum í deildinni séu í lagi.

Eftir þennan leik virðist baráttan um 7 og 8 sætið vera á milli þriggja liða. FH, ÍR og KA. HK virðist vera nokkuð öruggt um 6 sætið en það gæti þó breyst eftir leik FH og HK á sunnudaginn eftir viku.

FH á eftir þrjá leiki:
FH – HK sunndagurinn 9. apríl

Víkingur/Fjölnir – FH laugardagurinn 22. apríl

FH – Haukar laugardagurinn 29. apríl

ÍR á eftir þrjá leiki:

Fram – ÍR laugardagurinn 8. apríl

ÍR – Fylkir laugardagurinn 22. apríl

Valur – ÍR laugardagurinn 29. apríl

KA á eftir fjóra leiki:

KA – ÍBV sunndagurinn 2. apríl

UMFA – KA laugardagurinn 8. apríl

Stjarnan – KA laugardagurinn 22. apríl

KA – Selfoss laugardagurinn 29. apríl

Það er því ljóst að það verður hart barist síðustu umferðirnar og öruggt að stuðningur áhorfenda mun ráða úrslitum þegar upp verður staðið. Ekki sitja heima næsta sunnudag, komdu og hjálpaðu okkar mönnum að sigra HK á sunnudaginn.

FH-liðið fékk mikinn stuðning á pöllunum í dag og hafði það örugglega þau áhrif að strákarnir náðu einhverju úr leiknum.

Aðrar fréttir