Mummi og Atli tjá sig fyrir morgundaginn

Mummi og Atli tjá sig fyrir morgundaginn

FH.is tók þjálfara FH og Stjörnunnar tali, þá Guðmund Karlsson og Atla Hilmarsson og spjallaði við þá um leikinn:

Guðmundur Karlsson
fyrir Bikarúrslitin

 

Jæja Mummi,
bikarúrslitaleikur framundan.  Það hlýtur að vera góð stemmning og spenna
í hópnum?

Já að sjálfsögðu er frábær stemming í hópnum og spennustigið er hátt sem
eðlilegt er.
Hvernig er ástandið á hópnum, allar
heilar eða eru einhver meiðsli í gangi?    


Ástandið er ágætt en það eru jú því miður meiðsli í gangi  en það
skýrist þegar á vikuna líður hvernig nákvæm staða er. Reikna með að flestar
verði leikhæfar en það er þó ljóst að Ásdís Sigurðardóttir og Heiðdís Rún verða
ekki með.

Þrátt fyrir misjafna stöðu liðanna í deildinni hafa leikir liðanna verið nokkuð
jafnir og skemmtilegir, bæði í ár og í fyrra, má ekki búast við hörkuleik á
laugardaginn?

Við höfum leikið mjög ósannfærandi í síðustu tveimur deildarleikjum en
bikarleikirnir hafa verið miklu betri. Það er rétt að leikir okkar við
Stjörnuna hafa verið jafnir og við urðum fyrsta liðið til að vinna þær á
síðustu leiktíð. Við höfum tapað báðum deildarleikjunum núna, í Mýrinni með með
einu marki og svo fjórum. Í Krikanum. Við erum augljóslega litla liðið í þessum
úrslitaleik og það reikna víst fæstir með því að við eigum raunhæfan möguleika
en það er mikið hungur hjá okkur og við munum selja okkur dýrt, mjög mjög dýrt.
 

Það er skemmtileg tilviljun að þjálfarar beggja liða eru með dætur sínar í
liðinu. Það hlýtur að vera svolítið sérstakt fyrir þjálfara þegar þannig er?

Ég get nú bara svarað fyrir mig  en það hefur nú einhvern veginn atvikast
þannig að ég hef bæði þjálfað konuna og svo 3 dætur mínar á þessum 20+
þjálfaraárum. Það er ljóst þetta er ekki alltaf tóm hamingja og kallinn eflaust
erfiður á stundum en vonandi sanngjarn. Það er samt gríðarlega gaman að vera á
leiðinni í höllina með hálfa fjölskylduna og FH hjartað slær ört þessa dagana.
Konan mín var einmitt í síðasta bikarmeistaraliði FH kvenna og það eru fleiri
leikmenn í þeirri stöðu að eiga mömmur sem voru í bikarmeistaraliðinu frá 1981
og vonandi endurtekur sagan sig.

Nú hefur stefnan hjá FH undanfarin ár verið að byggja upp nýtt lið á ungum og
uppöldum leikmönnum.  Finnst þér eins og það sé að skila sér í dag?

Já, það er alveg á hreinu að við erum á réttri leið og umgjörðin öll er til
fyrirmyndar og það hjálpar okkur í uppbyggingunni. Það væru eflaust mörg félög
til í að vera í okkar sporum í dag og framtíðin er björt hjá FH.

Þú hefur áður unnið titla sem þjálfari en þá með öðrum liðum.  Það hlýtur
að vera spennandi fyrir þig að eiga séns á að vinna titil með FH, sem er jú
þitt félag?

Já rúnturinn í Firðinum er ekki búinn hjá mér fyrr en ég næ titli með
kvennaliði FH en ég var aðstoðarþjálfari hjá karlaliði FH í þrennunni frægu og
svo hef ég náð 4 titlum sem aðalþjálfari hjá karla- og kvennaliðum Hauka ásamt
því að tryggja ÍH sæti í efstu deild sem var líka mjög sætt. Stefnan er sett á
að loka þessum hring og vonandi tekst það á laugardaginn.

Sú reynsla sem þú hefur úr úrslitaleikjum, kemur hún til með að hjálpa til í
ykkar undirbúningi fyrir þennan leik?

Það er mitt að stilla liðið rétt inn og að sjáfsögðu reynir maður að nota allt
sem til er töfrakistunni í undirbúningnum svo að niðurstaðan verði eins og að
er stefnt.

Hvað með áhorfendur, þeir hljóta að skipta

Aðrar fréttir