Námskeið um íþróttalæknisfræði

Námskeið um íþróttalæknisfræði

Námskeið um íþróttalæknisfræði og skyld efni

Heilbrigðisráð ÍSÍ heldur námskeið um íþróttalæknisfræði og skyld efnidagana 31. janúar – 2. febrúar nk. Námskeiðið er haldið með stuðningiOlympic Solidarity. Meginefni námskeiðsins er að þessu sinni á sviðiíþróttasálfræði, en einnig verður fjallað um lífeðlisfræði, lyfjamál,íþróttameiðsli og næringarfræði.

Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel fimmtudaginn 31. janúar ogföstudaginn 1. febrúar kl. 18:00 – 21:00 og í fundarsal ÍSÍ laugardaginn 2.febrúar kl. 10:00 – 15:00.

Tekið er við skráningum á skrifstofu ÍSÍ og þareru einnig veittar frekari upplýsingar, sími 5144000, fax 5144001, netfangisi@isisport.is.

Námskeiðið er öllum opið. Námskeiðsgjald er kr. 1.000 og greiðist á staðnum.

Léttar veitingar innifaldar.

Dagskrá:

Fimmtudagur 31. janúar kl. 18:00 – 21:00, Grand Hótel

18:00-18:05 Námskeiðssetning Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ

18:05-19:05 Samskipti við fjölmiðla – Áhrif fjölmiðla Hallur

Hallsson og Sigursteinn Másson, ProPR

19:05-19:35 MATARHLÉ

19:35-21:00 Áhrif hitaálags og líkamshita á heilsu og þolgetu dr.Sigurbjörn Á. Arngrímsson, lífeðlisfræðingur, íþróttaskor KHÍ

Föstudagur 1. febrúar kl. 18:00 – 21:00, Grand Hótel

18:00-18:30 Sjálfstraust /sjálfsblekking? Ívar Bjarklind, BA ísálfræði

18:30-19:00 Efst á baugi í lyfjamálum Sigurður Magnússon,

líffræðingur, formaður heilbrigðisráðs ÍSÍ

19:00-19:30 MATARHLÉ

19:30-21:00 Að mæta mótlæti Svali Björgvinsson, sálfræðingur

Laugardagur 2. febrúar kl. 10:00 – 15:00, fundarsal ÍSÍ (ath. breyttan stað)

10:00-11:00 Hugarþjálfun Hörður Þorgilsson, sálfræðingur

11:00-12:00 Líf að loknum ferli/”Olympic down syndrome” Einar GylfiJónsson, sálfræðingur og Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari

12:00-13:00 MATARHLÉ

13:00-14:00 Krossbandaslit Sveinbjörn Brandsson, bæklunarlæknir

14:00-15:00 Næringarfræði á villigötum? Ólafur Sæmundsson,næringarfræðingur

15:00 Námskeiðsslit Sigurður Magnússon, formaður heilbrigðisráðs ÍSÍ

Heilbrigðisráð ÍSÍ

—————————————————————-f.h. Heilbrigðisráðs ÍSÍ,

Sigurður Magnússon

formaður

Aðrar fréttir