Námskeið um mótahald í frjálsíþróttum.

Námskeið um mótahald í frjálsíþróttum.

Námskeið um mótahald í frjálsíþróttum

Frjálsíþróttasamband Íslands boðar til námskeiðs um mótahald ífrjálsíþróttum. Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 5. júní 2002 íÍþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík og hefst kl. 19:00. Gert erráð fyrir að námskeiðinu ljúki um kl. 23:00.

Á námskeiðinu verður farið yfir ýmis hagnýt atriði varðandi undirbúningfrjálsíþróttamóta og helstu lög og reglur varðandi mótin. Námskeiðsgjölderu engin og öll námskeiðsgögn eru ókeypis.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku til skrifstofu FRÍ eigi síðar en 3. júnínk.

Afar mikilvægt er að allir sambandsaðilar þeir, sem halda mót á vegumFRÍ, sendi fulltrúa á námskeiðið, einn eða fleiri.

1. Inngangur um námskeiðið

2. Undirbúningur móts í frjálsíþróttum

2.1 Tilkynningar o.fl.

2.1.1 Skilgreining ábyrgðaraðila og hverja þarf að semja við um mótið; sveitarfélag, FRÍ o.s.frv.

2.1.2 Skipun mótsnefndar/stjórnar og framkvæmdastjóra mótsins, sem annast undirbúning mótsins.

2.1.3 Val á mótsstjóra, sem stjórnar mótinu þegar keppni fer fram.

2.1.4 Staðarval; hvar á mótið að vera og hvaða aðstaða er til staðar.

2.1.5 Hvenær á að halda mótið; dagur, stund.

2.1.6 Hverjar verða keppnisgreinar? Er það bundið eða er val?

2.1.7 Hvers konar mót er um að ræða? Gilda einhverjar samþykktir eða reglugerðir um það eða er mótshaldari sjálfráður?

2.1.8 Tilkynning móts til FRÍ. Er mótið á mótaskrá FRÍ?

2.2 Völlurinn og búnaðurinn

2.2.1 Er völlurinn í lagi?

2.2.2 Eru búnaður til staðar og í lagi? Dæmi: Tímatökutæki, vindmælar, grindur, dýnur, uppistöður fyrir stökk o.s.frv.

2.2.3 Eru næg lögleg áhöld til staðar? Dæmi: Spjót, kringlur, kúlur, sleggjur, málbönd, flögg o.s.frv.

2.3 Markaðssetning móts

2.3.1 Kynning fyrir fjölmiðlum

2.3.2 Plaköt og auglýsingar

2.3.3 Öflun styrktaraðila

2.3.4 Notkun internetsins

2.4 Undirbúningur vegna keppninnar

2.4.1 Tímaseðill

2.4.2 Skráning keppenda

2.4.3 Fæði og klæði

3. Mótið sjálft

3.1 Helstu atriði í reglum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins

3.1.1 Atriði er snerta umgjörð mótsins; auglýsingar, klæðnaður, aðstoð í keppni o.s.frv.

3.1.2 Atriði er snerta leikreglur, helstu nýungar; örstutt fjallað um einstakar keppnisgreinar.

3.2 Mannaflaþörf

3.2.1 Mönnun einstakra keppnisgreina

3.2.2 Önnur störf innan vallar og utan: Verðlaunaafhending, vinnsla úrslita, þulir, sjúkraþjónusta o.s.frv.

4. Úrvinnsla og skil

4.1 Skil úrslita til FRÍ

4.2 Skýrsla um mót frá eftirlitsaðila, sem FRÍ skipar

Aðrar fréttir