Óðinn Björn Þorsteinsson FH bætir sig verulega í kúluvarpi, kastaði hann 17,75 m í Kópavoginum í dag.

Óðinn Björn Þorsteinsson FH bætir sig verulega í kúluvarpi, kastaði hann 17,75 m í Kópavoginum í dag.

Óðinn Björn átti lengst áður 17,30 m og kastaði hann tvívegis yfir þann árangur á stigamóti Breiðabiks. Fyrst kastaði hann 17,33 m og síðan 17,75 m. Þess má geta að lágmarkið á EM innanhúss var 18,00 m. Óðinn er örugglega ekki búinn að segja sitt síðasta orð í kúluvarpinu og búast má við enn meiri bætingum á árinu
Listi yfir 8 bestu kúluvarpara Íslands innanhúss er eftirfarandi:
1. Hreinn Halldórsson, KR, 20,70m (1979)
2. Pétur Guðmundsson, HSK, 20,66m (1990)
3. Óskar Jakobsson, ÍR, 19,87m (1982)
4. Guðni Halldórsson, KR, 18,16m (1979)
5. Eggert Bogason, FH, 18,13m (1986)
6. Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, 17,75m(2005)
7. Jón Ásgrímsson, FH, 17,09m (1998)
8. Andrés Guðmundsson, HSK, 17,05m (1994)

Aðrar fréttir