Ólafur Guðmundsson: Allir á völlinn!

Ólafur Guðmundsson: Allir á völlinn!

Við hjá fh.is
tókum púlsinn á Ólafi Guðmundssyni fyrir leikinn gegn Val á eftir. Óli
átti stórleik í síðasta leik gegn Fram en þá gerði FH jafntefli. Hann
segir þó að FH liðið muni styrkjast þegar líður á seinni hlutan.
Stuðningurinn mun hjálpa liðinu mikið og hvetur hann alla til að mæta á
völlinn.

1.Sæll Óli. Hvernig legst leikurinn gegn Val í þig?
Óli:
Hann leggst bara nokkuð vel í mig, þetta er mikilvægur leikur fyrir
okkur ef við ætlum að halda okkur á toppnum. Valur eru búnir að vera
spila mjög vel í síðustu leikjum og mæta vel stemmdir til leiks.
2.Nú
spiluðuði fínan leik gegn Fram og Kristján Arason talaði um besta leik
liðsins miðað við langt frí. Hvað getið þið tekið úr þessum leik gegn
Fram?

Óli: Já þetta var löng pása og menn ekki í miklum handbolta
heldur frekar að einbeita sér að líkamlega þættinum og þar af leiðandi
vantar alltaf aðeins uppá spilamennsku liðsins. En eins og Kristján
sagði þá komum við ágætlega útur þessu fríi og munum bara koma til með
að styrkjast.
3.Hvað er það sem þið megið gera betur en í síðasta leik?
Óli:
Við getum bætt nokkuð marga hluti en einna helst er það hvernig við
keyrum upp völlinn, einnig vorum við með mikið af töpuðum boltum en eins
og ég sagði áðan þá er það nokkuð eðlilegt eftir svona langt frí.
4. Nú hafa Valsmenn verið á mikilli uppleið eftir að Óskar Bjarni tók við liðinu fyrir jól. Við hverju má búast af Valsmönnum?
Óli
Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir valsmenn og ég held að við fáum
þá mjög vel stemmda því þeir verða að fá 2 stig ef þeir ætla sér í
úrslitakeppnina. Það er bara undir okkur komið að mæta jafn vel stemmdir
til leiks ætlum við okkur að vinna þennan leik
5. Hvernig eru leikmennirnir stemmdir fyrir leikinn? Eru allir heilir?
Óli
Eftir því sem ég best veit þá eru allir heilir og tilbúinir í slaginn,
nema kanski Logi sem er að koma til baka úr sínum meiðslum
6. Eru einhver lokaorð sem þú villt koma til FH-inga?
Óli Allir á völlinn

Aðrar fréttir