Óli Guðmunds og Bjarni Fritz í landsliðshópinn

Óli Guðmunds og Bjarni Fritz í landsliðshópinn

Þeir Ólafur Guðmundsson og Bjarni Fritzson voru í morgun valdir í A – landsliðshóp sem mun vera við æfingar alla næstu viku og enda á leik við pressulið íþróttafréttamanna.

        
Óli og Bjarni hafa átt frábæra leiki það sem af er Íslandsmótinu þar sem FH situr í efsta sæti að loknum 3 umferðum.  

Aron Pálmarsson okkar maður í Kiel var einnig valinn í liðið.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi 11 leikmenn sem voru í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum og kemur Ólafur Stefánsson aftur í liðið eftir fjarveru. Logi okkar Geirsson á enn við axlarmeiðsli að stríða.

Fimmtudaginn 29.október leikur landsliðið pressuleik gegn Úrvalsliði Íþróttafréttamanna en leikurinn mun fara fram í Laugardalshöll kl.19.30.

Hópurinn:

Markmenn:

Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten Handball
Hreiðar Guðmundsson, TV Emsdetten

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, SG Flensburg-Handewitt
Arnór Atlason, FCK handbold Kopenhagen
Aron Pálmarsson, Kiel
Bjarni Fritzson, FH
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Heiðmar Felixsson, TuS N-Lubbecke
Ingimundur Ingimundarson, GWD Minden
Ólafur Guðmundsson, FH
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson, VFL Gummersbach
Sigurbergur Sveinsson, Haukar
Snorri Steinn Guðjónsson, Rhein-Neckar Löwen
Sturla Ásgeirsson, HSG Dusseldorf
Sverre Jakobsson, TV Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, TBV Lemgo
Þórir Ólafsson, TuS N-Lubbecke

FH.is óskar þeim báðum til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis í komandi átökum.

Aðrar fréttir