Óli Gumm: Búnir að æfa og puða í allan vetur

Óli Gumm: Búnir að æfa og puða í allan vetur

Sæll óli, hvernig legst leikurinn í þig ?
Sæll, leikurinn legst bara mjög vel í mig. Við erum búnir að vera æfa og puða í allan vetur fyrir einmitt þessa leiki. Þá er ekki annað hægt en að vera klár í fyrsta leik.

Nú eru Akureyringar með feiknarsterkan heimavöll, áttu von á FH-ingum í stúkunni?
Já ég veit nú til þessa að eithvað af hörðustu stuðningsmönnum FH ætli að láta sjá sig fyrir norðan og það er ekkert nema gaman.

Akureyringar eru ríkjandi deildarmeistarar, hvernig áttu von á að þeir mæti til leiks?
Þeir mæta tilbúnir, held að það sé alveg á hreinu. En annars er ég eða við í liðinu ekkert mikið að pæla í því hvernig þeir mæta til leiks, hugsum fyrst og fremst um okkur.

Þið unnuð Fram auðveldlega í síðasta leik og voruð að spila feikilega vel. Gefur það ekki bara auka boost?
Það hefur að sjálfsögðu áhrif á sjálfstraustið í liðinu, okkur líður hrikalega vel. Erum búnir að vera spila mjög vel í síðustu leikjum. En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hafa fyrir hlutunum og við komumst ekkert áfram á því að hafa spilað vel fyrr í vetur.

Er eitthvað sem þið hefðuð mátt bæta frá því í síðasta leik?
Jájá við höfum skoðað leikinn á video og farið vel yfir hvað má betur fara. Við þurfum að hlaupa betur til baka svo okkur sé ekki refsað með hraðarupphlaupum, einnig vorum við að pæla alltof mikið í dómgæsluni. Það er fullt af liltum atriðum sem við höfum komið auga á og vonum að það skili sér í sigri í dag.

Eru ekki allir í liðinu á tánum og spenntir fyrir verkefninu?
Jú held að það sé nú nokkuð ljóst, mikil spenna fyrir því að klára þetta stóra verkefni og koma loksins titli í hús! Kominn tími á það!

Eru einhver meiðsli í hópnum?
Nei það eru allir 100% klárir í þetta

Aðrar fréttir