Óli með 1 gegn Serbum

Óli með 1 gegn Serbum



Ólafur
Guðmundsson okkar bráðefnilega skytta er nú staddur á æfingamóti í Frakklandi
með b-landsliði Íslands, 2012 landsliðinu. Liðið tapaði í dag naumlega fyrir
sterku liði Serba 31-28 eftir að staðan í hálfleik var 15-13 fyrir Serbíu. Óli
spilaði leikinn og skoraði 1 mark í leiknum.




Serbía byrjaði
mun betur í leiknum og komst í 8-3 en íslenska liðið gekk á lagið þegar leið á
hálfleikinn og náði að minnka muninn í 10-9 en staðan í hálfleik var 15-13
fyrir Serbíu. Serbía byrjaði svo aftur mun betur í seinni hálfleik og komst
meðal annars í 23-17 og 26-20 en seinustu 12 mínúturnar spilaði íslenska liðið
mjög vel og náði að minnka muninn í 27-26 og átti möguleika að jafna þegar
um 7 mínútur voru eftir en Serbía náði boltanum og nær komst íslenska
liðið ekki.

 

Mörk Íslands
skoruðu: Freyr Brynjarsson 6, Bjarni Fritzson 5, Kári Kristján Kristjánsson 5,
Hannes Jón Jónsson 3, Arnór Gunnarsson 3, Oddur Grétarsson 2, Fannar
Friðgeirsson 2, Sigurður Ari Stefánsson 1 og Ólafur Guðmundsson 1.

 

Í markinu varði
Ólafur Haukur Gíslason 10 bolta og Pálmar Pétursson 6 og þar af eitt víti.

 

Á morgun leikur liðið gegn franska liðinu Ivry.

Tekið af www.hsi.is

Aðrar fréttir