Örn Ingi mættur aftur

Örn Ingi mættur aftur

Örn Ingi Bjarkason, lék sinn fyrsta leik gegn Aftureldingu í síðustu umferð, eftir erfið meiðsli, en Össi snéri aftur og skoraði þrjú mörk og spilaði vel. Verk Össa í liðinu verður svo enn meira þegar Logi Geirsson tekur sér frí vegna meiðsla í öxl, en hann leggur skóna á hilluna í bili eftir leikinn í kvöld. Við heyrðum í Össa.

1. Sæll Össi, gott að sjá þig aftur eftir langvinn meiðsli. Er ekki gott að vera snúinn aftur í boltann?
Össi: Já þakka þér fyrir það. Það var gífurlega góð tilfinning þegar maður byrjaði að kasta aftur og að vera kominn á parketið.

2. Nú var síðasti leikur liðsins gegn Aftureldingu, þú varst að leika þinn fyrsta leik gegn Aftureldingu eftir að hafa gengið til liðs við FH og varst þar að auki að snúa aftur eftir meiðsli. Hversu ljúft var að koma inn og setja þrjú gegn gömlu félögunum í leik sem var þetta mikilvægur, bæði fyrir þig sem leikmann og fyrir liðið?
Össi: Gaman að það lenti akkurat á þessum leik að snúa aftur. það gerði það svona aðeins skemmtilegra að snúa aftur og spila við gömlu félagana. Þessi sigur var rosalega mikilvægur upp á sjálfstraust og koma okkur af stað á ný. Gott fyrir mig líka að ná nokkrum mínútúm og ná að skora.

3. Næsti leikur liðsins er gegn Haukum í Krikanum, en þinn fyrsti leikur var einmitt gegn Haukum í Krikanum á sínum tíma. Hvernig líst þér á leikinn?
Össi: Bara rosalega vel, náðum okkur nokkuð vel á strik í seinasta leik og nú þarf að taka það góða úr þeim leik og fara með í Hauka leikinn og þá getur þetta ekki klikkað :).

4. Hverjir telurðu að séu helstu styrkleikar Haukaliðsins og hvað telur þú að þið verðið að gera til þess að brjóta þá á bak aftur?
Össi: Vörn og markvarsla er þeirra styrkur finnst mér því ef þeir ná þessu vel saman þá ná þeir að skora fjöldann allan af mörkum úr hraðahlaupum og öðru tempói þannig að við þurfum bara að vera mjög skynsamir í sóknarleiknum okkar og velja færin vel.

5. Að lokum: býstu við aðsóknarmeti í Krikanum? Frítt á leikinn, kvöldleikur etc…og einhver skilaboð til stuðningsmanna?
Össi: Já það væri alveg frábært ef það yrði sett aðsóknarmet. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir framan fullt af fólki hvetjandi og öskrandi á mann. Nú er bara að vona að allir mæti og styðji við bakið á okkur því það er gífurlega mikilvægt að fá góðan stuðning. Gerum allt vitlaust á þriðjudaginn.

Aðrar fréttir