Ragnarsmótið í handbolta: FH í 4. sæti

Ragnarsmótið í handbolta: FH í 4. sæti

FH beið lægri hlut fyrir Frömmurum í leik24= um 3. sæti Ragnarsmótsins í gærdag með 28 mörkum gegn 24. Fjórða sætið er því staðreynd þetta árið.

24 – 28

Fyrri hálfleikur

FH byrjaði leikinn frekar illa. Hornamennirnir okkar Hjörtur og Gummi voru ekki að finna fjölina sína og saman klikkuðu þeir á 8 hornafærum áður en þeir náðu loks marki. Hjörtur meiddist síðan illa á ökkla og óvíst hversu lengi kappinn verður frá. Framarar leiddu fyrri hálfleikinn þetta 4-5 mörk og leikur okkar manna ekki beisinn. Þess má þó geta að í okkar lið vantaði menn eins Aron Pálmars og Ólaf Guðmunds, að ég tala nú ekki um brottfalla Hjartar í leiknum. Þrátt fyrir daufan sóknarleik og sæmilegan varnarleik, náðu frammarar engum afgerandi leik og helst má það þakka Magga Sigmunds sem tók mikilvæga bolta inn á milli. Staðan í hálfleik var 10-15 Frömmurum í vil.

Seinni hálfleikur

Seinni hálfleikur var mun betri og við náðum eftir 10-15 mín leik að saxa töluvert á forskot Frammara og staðan var á tímabili 21-20 okkur í vil. Sóknarleikurinn var þá orðinn afbragðs góður þar sem nýr leikmaður, Ásbjörn Friðriksson frá Akureyri, átti góðar rispur fyrir utan, Gummi Ped var farinn að taka á honum stóra sínum og Jón Helgi Jónsson annar nýr/gamall leikmaður setti góð mörk fyrir utan. Danni, sem kom í markið í seinni hálfleik, var síðan frábær bak við vörnina. Þegar skammt var eftir settu Frammar raunar í smá fluggír og það dugði þeim til sigurs, komust 3-4 mörkum framar og þar með var sagan öll. Sigur Frammara því staðreynd 24-28.

Það var aðdáunarverð barátta FHinga í seinni hálfleik sem skóp þennan góða leik því liðið var klárlega vængbrotið og fyrir fram erfitt að gera kröfur um góðan árangur gegn eins sterku liði og Fram er. Strákarnir sýndu því hvað í þeim bjó og alveg klárt mál að liðið getur unnið hvaða lið sem það mætir séu þeir rétt innstilltir.

Markaskorun(mörk/skot) og varsla (varin skot/mörk á sig)

Gummi Ped 6/11

Ásbjörn 6/12

Jón Helgi 5/9

Ari 3/5

Siggi 2/2

Guðni 1/5

Hjörtur 1/5

Benni 0/2

Maggi 8/15

Danni 9/13

Ágætt undirbúningsmót Selfyssinga því að baki og fínt veganesti fyrir okkur FHinga sem höldum áfram að undirbúa okkur af kappi fyrir komandi vetur. Næst er það Hafnarfjarðarmót sem FH og Haukar halda í Strandgötunni í Hfj. Upplýsingar um mótið koma á vefinn eftir helgi.

Aðrar fréttir