Reykjavík Open: Sannfærandi sigur á Aftureldingu

Reykjavík Open: Sannfærandi sigur á Aftureldingu

Meistaraflokkur karla í handknattleik sigraði lið Aftureldingar 19-15 (11-5) í fjörugum leik í dag á Reykjavík Open mótinu. FH strákarnir komu grimmir til leiks og voru greinilega búnir taka til í hausnum eftir síðasta leik. Vörnin hjá FH stóð vel í fyrri hálfleik en í datt aðeins niður í þeim seinni. Í sókninni átti Nonni góðan leik og náði vel saman með Óla Heimis á línunni. Á morgun leikur FH gegn Íslandsmeisturum Fram klukkan 18 í Austurbergi. Þess má geta að tveir fyrrum FHingar leika með Fram, þeir Hjörtur Hinriksson og Andri Berg Haraldsson. Báðir virðast hafa fundið fjölina hjá Fram og eru að leika vel um þessar mundir.

Markaskorun: Nonni 4, Óli Heimis 4, Valur 3, Heiðar 3, Bjarni 2, Aron 2, Gaui 1.

Markvarsla: Hilmar 7 varðir og Óli 2.

Aðrar fréttir