Samstarf handknattleiksdeildar og Hunt's

Samstarf handknattleiksdeildar og Hunt's


Handknattleiksdeild FH hefur nú gengið frá samstarfssamningi við
Innnes, umboðsaðila Hunt’s á Íslandi,  um að fyrirtækið styðji við
starf deildarinnar og útvegi meðal annars allar þær sósur sem þarf til að töfra fram
ljúffenga FH-borgara á heimaleikjum meistaraflokkanna í vetur.


Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurstein Arndal, framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar, og Sigurð Björgvinsson, markaðsstjóra hjá Innnes, handsala samninginn.


FH.is spurði Sigurð nánar út í Innnes og Hunt’s:

Innnes var stofnað árið 1987 og á rætur sínar
að rekja til Hafnarfjarðar enda voru þar fyrstu húsakynni fyrirtækisins.  Núverandi
höfuðstöðvar eru í Fossaleyni 21 í Reykjavík.  Hunt’s vörumerkið þekkja
vel flestir Íslendingar enda verið markaðsleiðandi í sínum geira til fjölda ára. 
Hunt’s er stærsti tómatframleiðandi í heimi og hefur framleitt tómata í
yfir hundrað ár og hefur því enginn framleiðandi viðlíka þekkingu og reynslu.  

 

Hverjir eru helstu styrkleikar Hunt’s?

Allir Hunt’s tómatar eru handvaldir
með tilliti til sætleika, litar, stærðar og fleiri viðmiðana, aðeins þeir bestu
fá að vera Hunt’s tómatar.  Tómötunum er pakkað innan 24 stunda eftir að
þeir eru týndir og engin auka- né rotvarnarefni eru notuð.  

 Hunt’s er eini framleiðandinn sem
notar Flash-Steam aðferðina við að afhýða, vinna og pakka tómötunum.  Gufu er hleypt
á tómatana í stað þess að nota kemísk efni líkt og margir samkeppnisaðilar gera.

 Hunt’s er fjölskylda af tómatvörum
og með því að fylgja ströngum gæðareglum hefur Hunt’s tekist að halda
stöðugum gæðum í gegnum árin sem neytendur hafa getað treyst án undantekninga. 

Eitthvað að lokum?

Við
erum stoltir af því að vera orðnir einir af aðalkostendum FH, við trúum á það
starf sem þar fer fram og horfum björtum augum til framtíðarinnar.

Við þökkum Sigurði fyrir spjallið og bjóðum Hunt’s velkomið í hóp traustra bakhjarla handknattleiksdeildar.

<

Aðrar fréttir