Síðasti leikur vetrar á föstudagskvöld

Síðasti leikur vetrar á föstudagskvöld

                  

ÍR                   Vs                    FH 

Austurberg, föstudagurinn 2. maí 2008, kl 19:00


Handboltavertíðinni í 1. deild lýkur annað kvöld, föstudaginn 2. maí þegar seinasta umferð mótsins fer fram. Við FHingar mætum í Austurbergið í Breiðholtinu og etjum kappi við ÍRinga kl 19:00. Það er ekki að miklu að keppa í þessum leik. Úrslit mótsins eru ljós en þó er hugsanlega ekki enn ljóst hver hlýtur markakóngstitil 1. deildar. Skoðið topp 20 markahæstu leikmenn…

Markahæstu menn fyrir lokaumferð.

Undirritaður hefur tekið saman tölfræði vetrarins og sett saman markahæstu leikmenn fyrir síðustu umferð. Þess má geta að Víkingar eru eina liðið í deildinni sem lokið hafa keppni.

Okkar reynda og lipra markamaskína Guðmundur Pedersen hefur tryggt sér markakóngstitilinn í 1. deild skv mínum kokkabókum, ef okkar bráðefnilegi Aron Pálmarsson getur spilað og skorar færri en 14 mörk gegn ÍR annað kvöld. Það er þá að því gefnu að Gummi verði rólegur og skori ekki mark. Það er því á brattann að sækja fyrir Aron, en það getur þó allt gerst í boltanum. Markahæstu leikmenn Víkinga hafa lokið keppni eins og áður sagði. Það má svo geta þess að FH hefur 5 leikmenn á topp 20 lista yfir markahæstu menn.

Hér er eru 20 markahæstu menn 1. deildar fyrir síðustu umferð.

<td style="BORDER-RIGHT: windowtext 1pt solid; PADDING-RIGHT: 5.4pt; BORDER-TOP: #d4d0c8; PADDING-LEFT: 5.4pt; PADDING-BOTTOM: 0cm; BORDER-LEFT: #d4d0c8; WIDTH: 96pt; PADDING-TOP: 0cm; BOR

Aðrar fréttir

Leikmaður

Félag

Leikir

Mörk

1. Guðmundur Pedersen