Sigur á Fylki í frábærum leik

Sigur á Fylki í frábærum leik

FH 3-2 Fylkir
1-0 Atli Viðar Björnsson 2′
1-1 Ingimundur Níels Óskarsson 10′
1-2 Kjartan Ágúst Breiðdal 18′
2-2 Atli Viðar Björnsson 44′
3-2 Matthías Vilhjálmsson 86′
 
FH unnu 3-2 sigur á Fylkismönnum í kvöld í bráðfjörugum leik þar sem fyrsta markið kom strax á annari mínútu.
 
FH voru fyrir leikinn með 30 stig á toppnum, en Fylkir í 4.sæti með 20
stig. Ein breyting var gerð hjá FH frá því í leiknum gegn ÍBV. Hjörtur
Logi Valgarðsson kom inn í liðið fyrir Guðmundur Sævarsson sem var
meiddur. Fylkir hélt sama liði sem vann Fjarðabyggð á dögunum 6-1.
 
Leikurinn byrjaði fjörlega, en eftir einungis 2.mínútur gaf Matthías
Vilhjálmssonar inn á Atla Viðar Björnsson sem lagði boltann framhjá
Fjalari Þorgeirssyni. Ótrúleg byrjun og mark eftir einungis 2.mínútur.
Næsta færi var líka mark á 10.mínútu. Valur Fannar átti stórkostlega
sendingu á Kjartan Ágúst Breiðdal, sem gaf hann fyrir og boltinn beint
á Ingimund Níels sem kláraði færið vel beint framhjá Daða. Ekkert met
var slegið vegna þessa marks. Á 18.mínútu skoraði Kjartan Ágúst
Breiðdal stórbrotið mark. Hann fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan og
hamraði honum í vinkilinn fjær. Þrjú færi og þrjú mörk. Næsta færi kom
á 37.mínútu átti Söderlund sendingu fyrir markið og þar var Atli Viðar
Björnsson sem skaut boltanum í hliðarnetið. Á 41.mínútu átti FH
stórsókn og fengu hornspyrnu. Tryggvi Guðmundsson átti hornspyrnu og
þar var klafs í teignum og ekki sást úr blaðamannastúkunni hver
skoraði, en okkur sýndist að það væri  sem skoraði. Eftir aðra
hornspyrnu FH 5.mínútum síðar skallaði Alexander Söderlund í stöng.
Staðan 2-2 í hálfleik.
 
Seinni hálfleikurinn byrjaði mjög rólega, en það fyrsta sem gerðist var
það að Hjörtur Logi Valgarðsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla
og gat enginn komið inná vegna þess að FH-ingar voru búnir að gera
allar sínar skiptingar. FH-ingar semsagt tíu gegn ellefu Fylkis-mönnum
og á þessum tímapunki voru 32 mínútur eftir. En fyrsta hálf-færið kom
ekki fyrr en eftir 65.mínútur þegar Atli Viðar var við það að sleppa í
gegn, en missti boltann of langt frá sér. Lítið um færi í síðari
hálfleik, en á 70.mínútu átti Atli Viðar Björnsson skalla í slá eftir
aukaspyrnu frá Atla Guðnasyni. Á 86.mínútu fékk Matthías Vilhjálmsson
boltann á fjærstönginni, lagði hann fyrir sig og hamraði honum í
markvinkill. Á 90.mínútu fengu Fylkir dauðafæri. Ingimundur Níels var
þá inn í markteig en Daði varði vel. Fylkismenn fengu hornspyrnu sem
ekkert kom upp úr. Lokatölur 3-2.
 
Byrjunarlið FH: Daði Lárusson, Pétur Viðarsson, Tommy
Nielsen, Freyr Bjarnason(Sverrir Garðarsson 41′), Hjörtur Logi
Valgarðsson, Davíð Þór Viðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Ásgeir Gunnar
Ásgeirsson(Alexander Söderlund 13′), Atli Guðnason, Atli Viðar
Björnsson og Tryggvi Guðmundsson(Hákon Atli Hallfreðsson 48′).
 
Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Andrés Már
Jóhannesson, Kristján Valdimarsson, Einar Pétursson, Tómas Joð
Þorsteinsson(Jóhann Þórhallsson 42′), Valur Fannar Gíslason(Ólafur
Stígsson 45′), ÁSgeir Börkur Ásgeirsson, Kjartan Ágúst Breiðdal,
Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason.
 
Dómari: Kristinn Jakobsson – Slakur
Áhorfendur: 1758
Maður leiksins: Atli Viðar Björnsson (FH)

html .fb_share_link {
float: left;
margin: 0 0 0 0px;
height: 16px;
width: 16px;
background:url(http://static.ak.fbcdn.net/images/share/facebook_share_icon.gif?6:26981) no-repeat top left;
}

Texti: Anton Ingi (www.boltinn.is)

Aðrar fréttir