Sigur á Fylki í N1 deild kvenna

Sigur á Fylki í N1 deild kvenna

Þetta var þriðji leikur liðanna í vetur en Fylkisstúlkur unnu tvo fyrstu, 28-21 í Árbænum og 21-24 í Krikanum. Annað var þó uppi á teningunum í kvöld, enda sigurinn nauðsynlegur ætluðu FH-stúlkur sér að berjast við Fylki og HK um 6. sæti deildarinnar. FH-stúlkurnar leiddu eins og fyrr segir allan leikinn og héldu Fylki, sem á dögunum spilaði úrslitaleik Bikarsins, alveg niðri. Sanngjarn sigur í höfn og fyrir vikið eru nú bæði lið jöfn að stigum með 11 stig. Þar fyrir ofan er HK með 13 stig og því ljóst að þessi þrjú lið munu heyja harða baráttu á lokaspretti mótsins.

Við áttum spjall við Ebbu Særúnu eftir leik.

Hvernig var leikurinn af ykkar hálfu?
“Við komum vel stemmdar í leikinn í kvöld og úrslit urðu eftir því. Við vorum yfir allan leikinn, en þrátt fyrir það vorum við ekki að spila okkar besta handbolta. En sigur var niðurstaðan sem er “great”.

Hvað var það sem helst gekk upp og hvað ekki?
Vörnin var góð og við náðum ágætist tökum á þeirra bestu manneskjum, Bóbó fór að verja og þetta var allt í rétta átt. Sóknarlega vorum við of hægar og þurfum að bæta okkur í því. Einnig var svolítið um tæknifeila sem eiga ekki að eiga sér stað. En þetta er allt eitthvað sem við getum bætt.

Sigurinn hlýtur að hafa verið mikilvægur fyrir móralinn í liðinu?
Já, Jesús minn – kominn tími á tvö stig. Mórallinn er að vísu mjög fínn og ekki verður hann verri með stigunum í kvöld. Þannig að við verðum “on fire” um helgina;)

Nú eruð þið komnar með jafnmörg stig og bæði Fylkir og aðeins tveimur minna en HK. Er raunhæft að stefna á að klára deildina fyrir ofan þau?
Klárlega, ekki spurning. Nú hífum við buxurnar upp og þurrkum skítinn af okkur og klárum þetta – það þýðir ekkert annað! Við erum með fínan mannskap og eigum að geta gert þetta eftir því. Þannig að þetta klárast fyrir ofan Fylki og HK!

Eruð þið með alveg sjóðheitt lið?
Já!, hefurðu ekki verið að mæta á leiki??? En já það mætti segja það…ungar og flottar skvísur og mæður klikka seint! Ég og Gunnur (mömmurnar í hópnum) erum orðnar svo gamlar en pæjurnar þarna halda okkur ungum;)

Eitthvað að lokum?
Já, vonandi sjáum við sem flest ykkar þann 5. apríl (næsti heimaleikur). Þá eigum við leik við Gróttu. Þessi leikur skiptir okkur miklu máli og ég hvet alla til að mæta.
Einnig hvet ég alla til að mæta á morgun (föstudag) í Strandgötuna þar sem strákarnir geta tryggt sér sæti í úrvalsdeild.

Við óskum meistaraflokki kvenna innilega til hamingju með góðan sigur. Jafnframt skorum við á alla FH-inga að mæta á næsta heimaleik þeirra þann 5. apríl gegn Gróttu og veita þeim þann stuðning sem þá þurfa á að halda til að landa sigri í þeim leik.

ÁFRAM FH!!!

Aðrar fréttir