Sigur á Völsungi í Eimskipsbikarnum

Sigur á Völsungi í Eimskipsbikarnum

Það var vel mætt í íþróttahöllina á Húsavík í dag þegar FHingar öttu kappi við  utandeildarlið Völsungs í 32 liða úrslitum Eimskipsbikarsins í
handbolta. Þetta var fyrsti leikur Völsungs í bikarnum síðan í
ársbyrjun 1999 en þá mættu þeir líka FH og lutu í gras líkt og í
dag.

Ungur og efnilegur markmaður, Pálmar
Pétursson, stóð þá á milli stanganna hjá Völsungum en í dag ver hann
mark FH liðsins af stakri prýði. Pálmar var fyrrum félögum sínum
erfiður í dag og varði vel auk þess sem hann skoraði eitt mark úr víti.

Leiknum lauk með sigri FH eins og áður segir en þeir skoruðu 46 mörk geng 23 mörkum heimamanna.

Ásbjörn Friðriksson var  markhæstur FH í dag  með 10
mörk.

Mynd og texti tekið af mbl.is


Aðrar fréttir