
Sigurgeir Árni mætir FH
Sigurgeir Árni mætir FH
Það er óhætt að segja að „gömul“ hetja muni etja kappi við sitt gamla félag á morgun í Strandgötunni þegar fyrirliði Íslandsmeistara FH frá 2011 Sigurgeir Árni Ægisson mætir sínum gömlu félögum. Sigurgeir hefur leikið síðastliðin tvö ári í Noregi með Kristansund.
Það gleymir enginn FH – ingur framlagi Sigurgeirs til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins í 19 ár í maí 2011. Það er því við hæfi að FH – ingar fjölmenni í Strandgötu og gefi Geira gott klapp og styðji síðan sýna menn til sigurs gegn félögum Sigurgeirs í Kristiansund.
FH – Kristiansund kl. 20:00 í Strandgötu á fimmtudag.