Silfur-Óðinn

Silfur-Óðinn

Óðinn Björn Þorsteinsson, vann til tveggja silfurverðlaun á meistaramóti menntaskóla í Texas-ríki um helgina, en til þess var stefnt fremstu frjálsíþróttamönnum sem stunda nám í menntaskólum í ríkinu. Óðinn kastaði kringlu 54,50 metra, en keppt var með 1,6 kg kringlu. Hin silfurverðlaun Óðins komu í kúluvarpi þar sem hann varpaði 18,47 metra og bætti sinn fyrri árangur um 10 sentimetra, (5,5 kg) og sigurvegari kastaði 18,85 metra. Hefur frammistaða hans í mótum vetrarins vakið mikla athygli og um næstu helgi fær Óðinn sérstaka viðurkenningu frá skóla sínum fyrir árangurinn.

Aðrar fréttir