Silja Úlfarsdóttir bætir sig í 400 m grindahlaupi

Silja Úlfarsdóttir bætir sig í 400 m grindahlaupi

Föstudaginn 16. apríl keppti Silja í undanrásum 400 m hlaups og hljóp hún létt í gegn á tímanum 53,80 sek og síðan rúmum klukkutíma seinna hljóp hún 400 m grindahlaup á 58,78 sek sem er bæting. Hún komst í úrslit í báðum greinum. Laugardaginn 17. apríl keppti hún fyrst í 4×100 m boðhlaupi og hljóp góðan fyrsta sprett, en sveitin varð í fjórða sæti, Þá keppti Silja í 400 m hlaupi og varð hún fimmta á tímanum 54,11 sek. Rúmum klukkutíma síðar hljóp hún 400 m grindahlaup á tímanum 53,40 sek og hefur Silja þá bætt sig um 1,5 sek á árinu og á enn eftir að bæta sig verulega þegar tæknin fer að smella saman. Silja varð önnur í hlaupinu. Sveit Clemson sigraði síðan í 4×400 m boðhlaupi. Silja keppti líka í spjóti og kastaði 33,89 m. Erfið helgi búin og vonandi fær Silja að einbeita sér að einni til tveimur greinum á næsta móti.

Aðrar fréttir