Silja Úlfarsdóttir fær styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Silja Úlfarsdóttir fær styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Silja Úlfarsdóttir fær styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögu Afrekssjóðs ÍSÍ um að veita FRÍ styrk að upphæð kr. 300.000 vegna Silju Úlfarsdóttur.

Þessi styrkur kemur sér örugglega vel fyrir Silju, sem er að ljúka námi við Clemson háskólann í Georgíu þessa daganna og er að einbeita sér að því að ná lágmarki fyrir HM í Helsinki í 400m grindahlaupi, en hana vantar aðeins 12/100 úr sek. í lágmarkið, sem er 56.50 sek.

Silja keppir um helgina á Regionals mótinu í New York í 400m grindahlaupi, en háskólameistaramót USA fer svo fram í byrjun júní.
Silja keppir svo með landsliði Íslands í Evrópubikarkeppninni í Tallinn 18.-19. júní og í Bikarkeppni FRÍ 24.-25. júní.
Hún stefnir svo að því að fara í æfinga- og keppnisferð til Evrópu í júlí.
frá fri.is

Aðrar fréttir