Skilaboð frá fyrirliðanum!

Skilaboð frá fyrirliðanum!

Frá fyrirliðanum
“Ég vil fyrir hönd liðsins þakka fyrir ómetanlegan stuðning þeirra FH-inga sem mættu í Safamýrina síðasta miðvikudag. Stuðningurinn gaf okkur leikmönnum mikinn kraft og var sérstaklega mikilvægt að finna stuðninginn úr stúkunni þegar við þurftum mest á honum að halda. Um leið vil ég hvetja alla til þess að mæta í vígahug gegn Val á mánudaginn! Sjáumst í Krikanum!
 
Baráttukveðjur og áfram FH,
Sigurgeir Árni Ægisson, fyrirliði”

Við viljum, eins og Sigurgeir Árni, hvetja alla FH-inga til að mæta í Krikann á mánudaginn til að styðja okkar menn í baráttunni gegn Val. Meira um Valsleikinn síðar.

Áfram FH!Aðrar fréttir