Skúli Jón: Verð ánægður hvernig sem fer

Skúli Jón: Verð ánægður hvernig sem fer

Anton Ingi Leifsson skrifar frá Svíþjóð: 

,,Mér líst mjög vel á þessa leiki, mjög skemmtilegt fyrir mig að sjá gömlu félagana kljást við FH,” sagði Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður Gefle í Svíþjóð, en Skúli Jón er einmitt á láni hjá Gefle frá Elsborg.

Skúli Jón, sem er uppalinn KR-ingur, segir að sænsku bikarmeistararnir séu klárlega sigurstranglegri.

,,Elfsborg er klárlega sigurstranglegra liðið í þessari viðureign og öll pressan verður á þeim. Þeir eru mjög sterkir á heimavelli en ef að FH tekst að ná fínum úrslitum í Svíþjóð að þá eru góðir möguleikar í þessu fyrir FH.”

,,Styrkleikarnir eru að þeir eru virkilega góðir að halda bolta, sérstaklega heima á gervigrasinu sínu. Þeir eru undantekningarlaust meira með boltann í sínum leikjum og stjórna þannig leikjunum. Þá er liðið búið að vera í evrópukeppni einhver 8 ár í röð og komst í riðlakeppni Europa League í fyrra, þannig að reynsla í Evrópu er orðin mikil.”

,,Eins og rennilás upp kantinn.”

,,Anders Svensson er stjarna liðsins, leikjahæsti landsliðsmaður Svíþjóðar frá upphafi. Hann er samt orðinn 36 ára og kominn af léttasta skeiði, en hann er samt mjög mikilvægur og stjórnar spili liðsins. Johan Larson er hægri bakvörður og fyrirliði liðsins. Hann hefur verið langbesti maðurinn þeirra síðustu tvö ár og er eins og rennilás upp kantinn allan leikinn.” 

Victor Claesson framliggjandi miðjumaður sem skapar mikið fram á við, öflugur leikmaður sem á eftir að spila í stærri deildum í framtíðinni.”

,,Verð ánægður hvernig sem fer.”

,,Það er oftast ágætis mæting á leiki í deildinni, þeir hafa verið með meðaltal upp á í kringum 10 þúsund. Þeir hafa samt verið í vandræðum með að fá fólk á völlinn í undankeppni fyrir Evrópu, þannig ég býst ekki við því að það verði mjög margir,” sagði Skúli aðspurður út í stuðningsmannahóp Elfsborgar. 

,,Stuðningsmannahópurinn er kannski ekkert sá stærsti í Svíþjóð en þeir munu samt skapa einhverja stemningu þó þeir nái aldrei t.d. stuðningsmönnum AIK sem FH-ingar ættu að þekkja,” sagði Skúli sem varsvo spurður í lokin hvort hann myndi segja áfram FH eða áfram Elsborg?

,,Það er svona bæði bara, ég á náttúrulega vini í Elfsborg liðinu en að sama skapi vill maður alltaf að íslensku liðunum gangi vel. Þannig ég ætla bara að njóta og verð ánægður hvort sem Elfsborg eða FH fa

Aðrar fréttir