Skýrsla um íþróttamál í Hafnarfirði

Skýrsla um íþróttamál í Hafnarfirði

Ágætu FH-ingar

Nú á vordögum var gerð opinber skýrsla um íþróttamál í Hafnarfirði sem unnin var fyrir Hafnarfjarðarbæ. Skýrsla þessi er hluti af úttekt sem Hafnarfjarðarbær er að vinna í varðandi rekstur sveitarfélagsins.

Skýrsla þessi er að mörgu leyti ágæt, fortíðin greind að hluta, núverandi samningar skoðaðir og tillögur reifaðar um framtíðarskipan, allt framangreint er skýrsluhöfundar án samráðs, alla vega við okkur FH-inga.

Lítill hluti skýrslunnar sem snýr að framlögum til byggingar íþróttamannvirkja s.l. 10 ár hefur ratað á síður dagblaðanna og á hinu ýmsu vefmiðla og þannig orðið umtalsefni ýmissa aðila. Samanburður á framlögum til íþróttafélaganna tekinn úr samhengi og sitt sýnist hverjum, t.d. hefði mátt skoða framlögin frá árinu 2000 á verðlagi 2015, setja inn framlag til Hauka skv. samningi í desember 2012, 300-400 milljónir, setja inn framlag FH í núverandi framkvæmdum, 270-540 milljónir o.s.frv.

Megin hluti skýrslunnar fjallar um ýmsa aðra þætti íþróttamála hér í Hafnarfirði, skráningu iðkenda, samninga um rekstur íþróttamannvirkja, beina styrki Hafnarfjarðarbæjar til íþróttastarfsins og samanburður við nágrannasveitarfélögin. Í huga okkar FH-inga eru ofangreindir þættir mikilvægir, iðkendaskráning þarf að vera samanburðarhæf. Nórakerfið er það kerfi sem best er til þess fallið að ná fram réttri skráningu, með fyrirfram ákveðnum viðmiðum. Viðhorf skýrsluhöfundar til Nórakerfisins og hugleiðingar hans um iðkendafjölda eru að okkar mati óskiljanlegar því þetta kerfi hefur reynst mjög vel til að ná vel utan um áreiðanlegar skráningar iðkenda. Rétt skráning iðkendafjölda í barna- og unglingastarfi er mikilvægur fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn varðandi alla ákvörðunartöku um styrki til barna- og unglingastarfs.

Mikilvægur hluti íþróttastarfs og grunnur að barna- og unglingastarfi er síðan afreksstarfið sem er mjög öflugt hér í Hafnarfirði, hvernig viljum við standa að því, vill sveitarfélagið stuðla að öflugu afreksstarfi eins og nágrannasveitarfélögin og þá með hvaða hætti? Samanburðurinn við nágrannasveitarfélögin varðandi styrki til afreksstarfsins er Hafnarfirði mjög óhagstæður, viljum við vera í sömu deild og nágrannarnir, ef svo er þá þarf að bæta í og það verulega skv. skýrslunni. Skýrsluhöfundur kemur með tillögur þar að lútandi, góðar og gildar en þar er horft til nágrannasveitarfélaganna sem hafa verið með í gangi kerfi sem tekið var í notkun fyrir meira en áratug og er barn síns tíma. Aukum styrkina, gerum það í samráði við f&

Aðrar fréttir