Stelpurnar lögðu Hauka í bráðskemmtilegum leik

Stelpurnar lögðu Hauka í bráðskemmtilegum leik

Tímabilið byrjar vel hjá kvennaliðinu en FH vann Hauka í fyrstu umferð
N1-deildarinnar í handbolta 31-28 en leikar fóru fram í Kaplakrika.

Leikurinn byrjaði rólega og var nokkuð um mistök á báða bóga og það skiljanlega þar sem bæði lið tefldu fram mörgum ungum leikmönnum. Vörnin hjá FH var sterk í byrjun leiks en sóknarleikurinn var aðeins lengur í gang. Eftir um 20 mínútur var staðan 10-5 fyrir gestina og tóku þá FH stelpurnar við sér og horfðu ekki til baka. Liðið spilaði stórskemmtilegan sóknarleik þar sem mörkin komu úr öllum áttum. Liðið náði að jafna metin fyrir hálfleik og þegar leikmenn héldu til búningsherbergja var staðan 12-12.

Það var svo aldrei spurning hvernig leikar myndu fara í síðari hálfleik. FH hélt áfram að spila frábærlega og var liðið ekki lengi að ná forystu sem það lét ekki af hendi og lokatölur urðu 31-28.

Nokkrir leikmenn FH liðsins voru að leika sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hidur Guðmundsdóttir stóð í markinu allan tímann og varði frábærlega en hún kom frá Stjörnunni í sumar. Þá léku fyrrum Fylkisstelpurnar Indíana Nanna Jóhannsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir mjög vel en þær hafa aðeins verið í herbúðum FH í nokkra daga. Elisabeth Malmberg Arnarsdóttir og Sif Jónsdóttir gengu einnig í raðir FH í sumar og voru þær í hópnum en komu ekki inn á í leiknum.

Mörk FH skouruðu þær:

Ingibjörg 8, Birna Íris 7/3, Kristrún 6, Sigrún 4, Berglind 3, Indíana 3.

Hildur varði 19 skot í markinu.

Aðrar fréttir