STÓR STUND FYRIR FH-INGA

STÓR STUND FYRIR FH-INGA

Stjórn handknattleiksdeildar FH og unglingaráð sendir Aroni Pálmarssyni og Ólafi Gústafssyni kveðju í tilefni dagsins.

 

Það var stór stund fyrir FH-inga þegar úrslitaleikur meistaradeildarinnar í handbolta fór fram í Köln Arena.

Tveir FH strákar léku þennann stórkostlega leik, Ólafur Gústafsson með Flensburg og Aron Pálmarsson með Kiel.

 

FH-ingar eru gríðarlega stoltir af báðum þessum piltum og óskar þeim innilega til hamingju með að vera þátttakendur í stærsta leik handboltans.

Flensburg sigraði Kiel 30-28 í frábærum handboltaleik. Til hamingju Óli Gúst.

Eftir leikinn var Aron Pálmarsson valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Til hamingju Aron.

 

“ Já, þetta er stór dagur fyrir Fimleikafélagið, maður er eiginlega enn klökkur eftir að hafa fylgst með drengjunum í dag. Þvílíkar fyrirmyndir sem þessir strákar eru. FH hefur alltaf lagt mikla vinnu og metnað í yngriflokka starf sitt, þetta er rós í hnappagat þess starfs og þeirrar  vinnu sem unglingaráð, þjálfarar, foreldrar og aðrir sem að unglingastarfi félagsins koma að ár eftir ár “,  segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH.

 

TIL HAMINGJU ÓLI OG ARON

Aðrar fréttir