Stórleikur á fimmtudagskvöldið.

Stórleikur á fimmtudagskvöldið.

Það verður sannkallaður stórleikur á fimmtudagskvöldið í Olís deild karla þegar íslandmeistarar Fram mæta í Kaplakrikann. Framarar undir stjórn Húsavíkurtröllsins Guðlaugs Arnarsonar hafa byrjað leiktíðina virkilega vel og hafa meðal annars unnið Hauka og Val í síðustu tveimur leikjum. FH liðinu bíður því geysilega erfitt verkefni á móti Fram. En FH strákarnir mæta þó fullir sjálfstraust eftir góðan sigur í Eyjum um síðustu helgi. Þar stigu menn upp í fjarveru lykilmanna og sýndu að það er hörku breidd í liðinu og margir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. 
Það verður því engin svikinn af því að mæta í Krikann á fimmtudagskvöldið, búum til dúndur stemmingu og fögnum 84 ára afmæli FH . Leikurinn hefst kl 20:00 og krafan er FH sigur í afmælisviku félagsins.
ÁFRAM FH.

Aðrar fréttir