STÓRLEIKUR HK-FH Aðeins 500 kr inn

STÓRLEIKUR HK-FH Aðeins 500 kr inn

N1 deildin, fimmtudagurinn 19. febrúar 2009, kl 19:30

FH ingar leika
etv einn af stærstu leikjum vetrarins fimmtudaginn 19. febrúar þegar liðið
heimsækir HK í Kópavoginn. FH liðið er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með
18 stig en HK í 5. sæti með 15 stig. Með sigri getur FH náð 5 stiga forskoti á
5. sætið þegar 5 umferðir eru eftir og myndi því stíga ákveðið skref í átt að
úrslitakeppninni í vor.

ATH Taka skal fram að
fyrir leik HK og FH í Digranesi fimmtudaginn 19.febrúar þurfa handhafar
aðgönguskírteina HSÍ að nálgast miða á leikinn miðvikudaginn 18. febrúar frá kl
13-15. Miðar verða afhendir á skrifstofu HK í Digranesi gegn framvísun
skírteinis. Því gilda aðgönguskírteinin ekki við inngang. HK menn vísa þessu
til stuðnings í reglugerð HSÍ um aðgönguskírteini 1.gr. Almennt er aðgangseyririnn aðeins kr. 500.

HK-liðið

HK hefur etv ekki
staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra fyrir tímabilið. Til að
mynda var liðinu spáð þriðja sætinu í N1 deildinni fyrir mótið. HK liðið er
skipað mjög góðum leikmönnum eins og Valdimari Þórssyni, Sverre Jakobsen, Ólafi
Bjarka Ragnarssyni, Sigurgeiri Árna FHingi og áfram mætti telja. HK hefur
sigrað 6 leiki, gert 3 jafntefli en tapað 6. Þrátt fyrir að árangurinn ætti etv
að vera betri hjá liðinu er nokkuð ljóst að FH hefur ekki sótt gull í greypar
Kópavogsmanna. FH hefur spilað við HK í tvígang og beðið lægri hlut í bæði
skiptin og í raun án teljandi vandræða HK manna. Það er því ærið verkefni
framundan og mögnuð barátta um 4 sætið en einnig á FH liðið harma að hefna sem
ætti að kveikja vel í þeim.

Undirbúningur

Mikið er undir í þessum leik eins og áður segir og hafa menn verið mjög
innstilltir í vikunni. Við tökum með gott veganesti frá síðasta leik gegn
Akureyri þar sem við höfðum góðan sigur. Við getum þó ekki leyft okkur að hefja
leikinn gegn HK á sama hátt og við gerðum gegn Akureyri, en varnarlega vorum
við á gráu svæði í fyrri hálfleik og gegn eins sterku liði og HK getur illa
farið ef menn eru ekki á tánum frá fyrstu mínútu. Við löguðum stöðuna í seinni
hálfleik og ljóst að sami eldmóður í vörn þarf að vera til staðar allan tímann.

Aðrar fréttir