Stórleikur í N1 deild kvenna

Stórleikur í N1 deild kvenna


 

         VS         

 

FH leikur sinn fyrsta leik í N1 deild kvenna næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 20:00. Það er óhætt að segja að þar verði við ramman reip að draga því þá koma Íslandsmeistarar Stjörnunnar í heimsókn. Stjörnunni er spáð Íslandsmeistaratitli annað árið í röð enda er liðið gríðarlega vel mannað. FH liðinu er hins vegar spáð þriðja neðsta sæti og það er alveg ljóst að stelpurnar hafa engu að tapa í þessum leik á sunnudag og ættu því að selja sig dýrt.

Meðal nýrra leikmanna hjá Stjörnunni er Ásta Björk Agnarsdóttir sem átti frábært tímabil með FH á liðnum vetri. Henni er óskað velfarnaðar á nýjum vettfangi.

Lið FH:

Lið FH hefur tekið gríðarlegum breytingum í sumar og hafa alls 10 leikmenn yfirgefið herbúðir FH liðsins en í staðinn hafa komið 4 nýir leikmenn þær Ebba Særún Brynjarsdóttir, Gabríela Cristescu og systurnar Erla og Guðrún Tryggvadætur. Þá hafa Gunnur Sveinsdóttir og Dröfn Sæmundsdóttir tekið fram skóna að nýju og hinn snjalli og reyndi þjálfari Guðmundur Karlsson er tekinn við liðinu.

Meiðsli:

Óljóst er með þátttöku Gunnar Sveinsdóttur sem hefur átt við meiðsli að stríða.

Þá er Dröfn Sæmundsdóttir að stíga upp úr langvarandi meiðslum en gæti tekið einhvern þátt.

Lið Stjörnunnar:

Leikmannahópur Stjörnunnar gríðarsterkur enda engu sparað við að hafa liðið sem sterkast. Þær hafa bætt við sig Ástu Björk frá FH og Birgit Engl frá Wiebern. Fyrir eru landsliðskonur í flestum stöðum.

Síðustu viðureignir:

Liðin mættust tvisvar sinnum á síðustu leiktíð. Það er óhætt að segja að FH stúlkur hafi ekki riðið feitum hesti frá viðureignum liðanna á síðustu leiktíð.

Liðin mættust fyrst þann 21. október í Kaplakrika og sigraði Stjarnan með 35 mörkum gegn 15.

Í öðrum leik liðanna vann Stjarnan aftur stórsigur nú með 24 marka mun 39 – 15. Í þeim leik bar Ragnhildur Rósa af í FH liðinu og skoraði 8 mörk.

Liðin mættust síðan þann 10. apríl síðastliðinn og þá sigraði Stjarnan örugglega 23 – 35.

Ragnhildur Rósa var markahæst FH stúlkna með 7 mörk í þeim leik og Ásta Björk skoraði 6. Alina Petrache skoraði þá 9 mörk fyrir Stjörnuna og Sólveig Lára bætti við 6 mörkum.

Leikurinn á sunnudag:

Í ljósi breytinga á FH liðinu í sumar eru væntingar til liðsins ekki miklar á þessum tímapunkt. Þær þurfa að vera raunhæfar og takt við það að verið er að byggja upp nýtt og gott FH lið. Liðið þarf að tíma til að aðlagast og venjast nýjum þjálfara. Við FH-ingar förum því ekki fram á annað en að sjá baráttuglaðar FH stelpur á gólfinu í Kaplakrika á sunnudagskvöld, og ekki má gleyma því að það getur allt gerst ef baráttuvilji og trú á verkefnið er til staðar.

Aðrar fréttir