Stuðningsmannakvöld FH – English í kvöld

Stuðningsmannakvöld FH – English í kvöld

Á fimmtudaginn næsta ætlum við hjá FHingar.net að halda stuðningsmannakvöld á English í Hafnarfirði. Þar er ætlunin að hrista saman stuðningsmenn FH og hita vel upp fyrir sumarið.

50 fyrstu til að mæta á svæðið fá að launum einn hel hrímaðan af barnum. 

Það er alltaf gaman þar sem FHingar koma saman, og því skulum við nýta þetta kvöld í að ná upp stemningu á meðal okkar stuðningsmanna því við höfum mikilvægu hlutverki að gegna í sumar: að rífa upp stemmarann í stúkunni.

Dagskráin er lauflétt og leikandi:

Rándýrt Pub Quiz á vegum Kristmundar Guðmundssonar, a.k.a. Krissi Coerver, a.k.a. Krissi the Kid

Heimir Guðjónsson kíkir í spjall, talar um komandi sumar og svarar spurningum úr sal.

Einnig eru í vinnslu upphitunar þættir á vegum FHingar.net og vonandi náum við að frumsýna þann fyrsta þetta kvöld.

Við hvetjum alla FHingar til að láta sjá sig, fá sér nokkra hélaða, spjalla við King Heimi Guðjóns og taka þátt í PubQuiz.

ÁFRAM FH!

 

Smellið hér til að komast á Facebook viðburðinn – https://www.facebook.com/events/164854610347218/

Aðrar fréttir